Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 11:30 Sveinn Gestur Tryggvason í hvítum bol ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, þegar málið var þingfest í síðasta mánuði. Vísir/Anton Brink Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur. Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur.
Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02