Ungliðahreyfingarnar ætla að beita sér gegn áreitni innan flokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2017 22:11 Sumar kvennna sem skrifuðu undir yfirlýsingu hafa starfað á Alþingi. Vísir/Anton Brink Gríðarlega mikilvægt er að taka kynferðislegri áreitni og valdbeitingu í íslenskum stjórnmálum. Í sameiginlegri ályktun frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna kemur fram að þær ætli að beita sér að fullum krafti fyrir breytingum innan flokkanna. Um þrjú hundruð konur í íslenskum stjórnmálum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um reynslu sína af kynferðisáreitni og ofbeldi í gær. Í ályktun Ungra vinstri grænna, Uppreisnar, Sambandi ungra framsóknarmanna, Ungra jafnaðarmanna, Ungra sjálfstæðismanna og Ungra píratar er því fagnað að konu hafi stigið fram og rofið þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. „Þegar slík misbeiting valds fær að viðgangast ýtir sú háttsemi undir að stjórnmálaumhverfið sé konum fjandsamlegt og getur leitt til þess að konur fái færri tækifæri og endist skemur í stjórnmálum,“ segir í ályktun ungliðahreyfinganna. Því telja þær gríðarlega mikilvægt að opin umræða eigi sér stað um misbeitingu sem þessa og að skýrir verkferlar séu til staðar innan stjórnmálahreyfinga til þess að taka á slíku. Þannig verði þeim sem verða fyrir áreiti gert auðveldara fyrir að tilkynna áreitið og líklegra að gerendur verði látnir sæta afleiðingum gjörða sinna. „Að taka á þessu er gríðarlega mikilvægt fyrir konur í stjórnmálum, bæði nú og þegar til framtíðar er litið, til þess að konur hafi jöfn tækifæri til stjórnmálaþátttöku og karlar,“ segir þar ennfremur. Því munu ungliðahreyfingarnar beita sér að fullum krafti fyrir breytingum innan sinna flokka og fylgja því eftir að skýrir verkferlar séu settir fram til þess að taka á kynferðislegri áreitni og valdbeitingu innan flokkanna. Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Gríðarlega mikilvægt er að taka kynferðislegri áreitni og valdbeitingu í íslenskum stjórnmálum. Í sameiginlegri ályktun frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna kemur fram að þær ætli að beita sér að fullum krafti fyrir breytingum innan flokkanna. Um þrjú hundruð konur í íslenskum stjórnmálum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um reynslu sína af kynferðisáreitni og ofbeldi í gær. Í ályktun Ungra vinstri grænna, Uppreisnar, Sambandi ungra framsóknarmanna, Ungra jafnaðarmanna, Ungra sjálfstæðismanna og Ungra píratar er því fagnað að konu hafi stigið fram og rofið þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. „Þegar slík misbeiting valds fær að viðgangast ýtir sú háttsemi undir að stjórnmálaumhverfið sé konum fjandsamlegt og getur leitt til þess að konur fái færri tækifæri og endist skemur í stjórnmálum,“ segir í ályktun ungliðahreyfinganna. Því telja þær gríðarlega mikilvægt að opin umræða eigi sér stað um misbeitingu sem þessa og að skýrir verkferlar séu til staðar innan stjórnmálahreyfinga til þess að taka á slíku. Þannig verði þeim sem verða fyrir áreiti gert auðveldara fyrir að tilkynna áreitið og líklegra að gerendur verði látnir sæta afleiðingum gjörða sinna. „Að taka á þessu er gríðarlega mikilvægt fyrir konur í stjórnmálum, bæði nú og þegar til framtíðar er litið, til þess að konur hafi jöfn tækifæri til stjórnmálaþátttöku og karlar,“ segir þar ennfremur. Því munu ungliðahreyfingarnar beita sér að fullum krafti fyrir breytingum innan sinna flokka og fylgja því eftir að skýrir verkferlar séu settir fram til þess að taka á kynferðislegri áreitni og valdbeitingu innan flokkanna.
Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira