Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 21:45 Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg. Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg.
Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08