Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2017 23:15 Hinn fertugi Mayweather virkar í mjög góðu formi. vísir/getty Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Sjá meira
Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Sjá meira
Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15
Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02
Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00
Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30
Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00