Ljóð í tísku þessa stundina Guðný Hrönn skrifar 7. desember 2017 11:00 Valgerður segir ljóð vera eins og D-vítamín. Valgerður Benediktsdóttir hjá Forlaginu er ein þeirra sem fylgjast vel með því sem er að gerast í ljóðaheiminum og hún verður þess vör að ljóð séu að verða æ vinsælli. „Ég les mikið af ljóðum. Og það hefur verið dásamlegt að fara í ljóðamó í haust. Hver bókin á eftir annarri hefur verið sérlega forvitnileg.“Valgerður segir margar af þeim ljóðabókum sem hún hefur lesið undanfarið eiga það sameiginlegt að myndmálið er áberandi flott og ljóðin eru frumleg, fersk og grípandi. „Mörg skáld af yngri kynslóðinni eru að blómstra núna á einhvern heillandi hátt og það er athyglisvert hvað þau eru óhrædd við að snerta þessa lýrísku taug.“ Hún er sammála því að tíska ljóðanna komi í bylgjum og virðist vera í einhverju hámarki núna. „Mér finnst sífellt fleiri, ekki síst ungir lesendur, vera að átta sig á að ljóð er galdur sem eftirsóknarvert er að kynna sér. Ljóð er einmitt það sem við þurfum dag hvern, rétt eins og D-vítamínið,“ segir Valgerður glöð í bragði. „Eða eins og Dagur Hjartarson orðaði það fyrir stuttu: „Ljóðið er eins og útsýnispallur yfir líf manns.“ Við þurfum öll útsýnispall til að skynja heiminn og skilja,“ segir Valgerður og hvetur til útsýnispallakaupa í bókabúðum. Spurð um hvað hún haldi að sé að valda þessum uppgangi í ljóðaheiminum segir Valgerður: „Það kemur nú ugglaust margt til. En manni verður ósjálfrátt hugsað til Sigurðar heitins Pálssonar skálds. Hann var leiðbeinandi í Meistaranámi í ritlist við HÍ og ég hef verið að velta fyrir mér áhrifunum sem hann hann hefur mögulega haft á mörg þessara ungu skálda sem kynntust honum.“„Ég hafði sjálf Sigga sem kennara í kvikmyndafræðum uppi í HÍ á sínum tíma og hann hafði feikileg áhrif á mig, bæði hvernig ég skoðaði texta og bíó æ síðan.“ „Hann var stórkostlegur leiðbeinandi og maður hreinlega upptendraðist af því að vera samvistum við hann. Og það er einmitt eitt unga skáldið í haustbókaflóðinu, Fríða Ísberg, sem þakkar Sigurði í lok sinnar bókar fyrir „upptendrunina“. Ég veit nákvæmlega hvað hún á við.“ Skemmtileg og fjölbreytt senaLjóðskáldið Fríða Ísberg er fædd 1992 og hún er ein af þeim sem eiga ljóðabók í bókaflóru haustsins, bókina Slitförin. Aðspurð hvernig hún byrjaði að semja ljóð kveðst hún hafa skrifað ljóð síðan hún var barn. „Ég hef reyndar alltaf verið að skrifa ljóð. Ég man ekki eftir mér án þess að hafa verið að skrifa ljóð. Ég er algjörlega af tölvukynslóðinni og þegar pabbi sá að ég var að safna í ljóðamöppu þá kynnti hann mig fyrir ljod.is. Þannig að þar má finna fullt af ljóðum eftir mig, eftir svona 10 ára gamla Fríðu,“ segir hún og hlær.Fríða segir ljóðasenuna sem er í gangi núna vera áhugaverða og að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ljóðasenan er ótrúlega skemmtileg í augnablikinu og ég myndi segja að á henni væru margir angar. Meðgönguljóð hafa verið mest áberandi fyrir ungskáldin í dag en svo eru skáld alltaf dugleg við að rotta sig saman.“ Fríða bætir við að það sé þó mikilvægt að einhver taki við stýrinu hverju sinni svo að ljóðasenan nái að blómstra. „Það er gott þegar það er einhver hattur sem fólk getur sótt í, fólk sem hefur verið í sínu horni að semja ljóð. Á síðustu fimm árum, frá því að ég byrjaði að sækja ljóðasenuna, hafa ýmsir hópar verið virkir; Meðgönguljóð kannski mest áberandi, Blekfjelagið – félag ritlistarnema við HÍ, Fríyrkjan og grasrótarforlagið Lús, Ós Pressan og fleiri.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Sjá meira
Valgerður Benediktsdóttir hjá Forlaginu er ein þeirra sem fylgjast vel með því sem er að gerast í ljóðaheiminum og hún verður þess vör að ljóð séu að verða æ vinsælli. „Ég les mikið af ljóðum. Og það hefur verið dásamlegt að fara í ljóðamó í haust. Hver bókin á eftir annarri hefur verið sérlega forvitnileg.“Valgerður segir margar af þeim ljóðabókum sem hún hefur lesið undanfarið eiga það sameiginlegt að myndmálið er áberandi flott og ljóðin eru frumleg, fersk og grípandi. „Mörg skáld af yngri kynslóðinni eru að blómstra núna á einhvern heillandi hátt og það er athyglisvert hvað þau eru óhrædd við að snerta þessa lýrísku taug.“ Hún er sammála því að tíska ljóðanna komi í bylgjum og virðist vera í einhverju hámarki núna. „Mér finnst sífellt fleiri, ekki síst ungir lesendur, vera að átta sig á að ljóð er galdur sem eftirsóknarvert er að kynna sér. Ljóð er einmitt það sem við þurfum dag hvern, rétt eins og D-vítamínið,“ segir Valgerður glöð í bragði. „Eða eins og Dagur Hjartarson orðaði það fyrir stuttu: „Ljóðið er eins og útsýnispallur yfir líf manns.“ Við þurfum öll útsýnispall til að skynja heiminn og skilja,“ segir Valgerður og hvetur til útsýnispallakaupa í bókabúðum. Spurð um hvað hún haldi að sé að valda þessum uppgangi í ljóðaheiminum segir Valgerður: „Það kemur nú ugglaust margt til. En manni verður ósjálfrátt hugsað til Sigurðar heitins Pálssonar skálds. Hann var leiðbeinandi í Meistaranámi í ritlist við HÍ og ég hef verið að velta fyrir mér áhrifunum sem hann hann hefur mögulega haft á mörg þessara ungu skálda sem kynntust honum.“„Ég hafði sjálf Sigga sem kennara í kvikmyndafræðum uppi í HÍ á sínum tíma og hann hafði feikileg áhrif á mig, bæði hvernig ég skoðaði texta og bíó æ síðan.“ „Hann var stórkostlegur leiðbeinandi og maður hreinlega upptendraðist af því að vera samvistum við hann. Og það er einmitt eitt unga skáldið í haustbókaflóðinu, Fríða Ísberg, sem þakkar Sigurði í lok sinnar bókar fyrir „upptendrunina“. Ég veit nákvæmlega hvað hún á við.“ Skemmtileg og fjölbreytt senaLjóðskáldið Fríða Ísberg er fædd 1992 og hún er ein af þeim sem eiga ljóðabók í bókaflóru haustsins, bókina Slitförin. Aðspurð hvernig hún byrjaði að semja ljóð kveðst hún hafa skrifað ljóð síðan hún var barn. „Ég hef reyndar alltaf verið að skrifa ljóð. Ég man ekki eftir mér án þess að hafa verið að skrifa ljóð. Ég er algjörlega af tölvukynslóðinni og þegar pabbi sá að ég var að safna í ljóðamöppu þá kynnti hann mig fyrir ljod.is. Þannig að þar má finna fullt af ljóðum eftir mig, eftir svona 10 ára gamla Fríðu,“ segir hún og hlær.Fríða segir ljóðasenuna sem er í gangi núna vera áhugaverða og að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ljóðasenan er ótrúlega skemmtileg í augnablikinu og ég myndi segja að á henni væru margir angar. Meðgönguljóð hafa verið mest áberandi fyrir ungskáldin í dag en svo eru skáld alltaf dugleg við að rotta sig saman.“ Fríða bætir við að það sé þó mikilvægt að einhver taki við stýrinu hverju sinni svo að ljóðasenan nái að blómstra. „Það er gott þegar það er einhver hattur sem fólk getur sótt í, fólk sem hefur verið í sínu horni að semja ljóð. Á síðustu fimm árum, frá því að ég byrjaði að sækja ljóðasenuna, hafa ýmsir hópar verið virkir; Meðgönguljóð kannski mest áberandi, Blekfjelagið – félag ritlistarnema við HÍ, Fríyrkjan og grasrótarforlagið Lús, Ós Pressan og fleiri.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Sjá meira