Björn Borg segir Sverri mega vera stoltan af frammistöðunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:41 Sverrir Guðnason og Björn Borg hittust í fyrsta sinn í gærkvöldi. Nöjesbladet Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær. Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær.
Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32