Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Nadine Guðrún Yaghi og Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 20:50 Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“ Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira