Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Nadine Guðrún Yaghi og Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 20:50 Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira