Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Nadine Guðrún Yaghi og Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 20:50 Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira