John Oliver snýr aftur: Laumar staðreyndum í auglýsingahlé uppáhaldsþátta Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 10:30 John Oliver. Vísir/Getty Háðfuglinn John Oliver sneri aftur á öldur ljósvakans í gær með þátt sinn Last Week Tonight. Donald Trump og samband Bandaríkjaforseta við sannleikann og staðreyndir var í brennidepli. „Síðan hann tók við, fyrir um það bil 412 árum, Trump hefur gert okkur ljóst að raunveruleikinn skiptir hann engu máli,“ sagði Oliver en segja má að breski þáttastjórnandinn hafi hreinlega hakkað Donald Trump í sig í þætti gærdagsins. „Hann hefur ýkt fjölda þeirra sem mættu á innsetningarathöfn hans, hann hefur sagt að umfangsmikið kosningasvindl hafi verið látið viðgangast í forsetakosningunum án þess að færa sönnur á það. Hann laug meira segja um veðrið á innsetningarathöfninni,“ sagði Oliver. „Svona er staðan. Við búum við forseta sem getur staðið í rigningunni og sagt að það sé sól úti.“En hvað er til ráða?Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að Trump horfi reglulega á morgundagskrá kapalssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Hafa þeir tekið eftir því að Trump tístir gjarnan um efni þáttanna og í frétt Politico segir að stjórnmálamenn og álitsgjafar keppist nú um að komast í þessa þætti til þess að ná eyrum Bandaríkjaforseta. Oliver hefur einnig í huga að ná til Trump og í þætti gærdagsins kynnti hann fyrirætlanir sínar um að birta auglýsingar í auglýsingahléi morgunþáttanna sem Trump horfir reglulega á. Ætlar Oliver sér að lauma mikilvægum upplýsingum og staðreyndum sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa á hreinu í hefðbundnar auglýsingar. Auglýsingarnar verða birtar á MSNBC, CNN og Fox News á morgnana þegar mestar líkur er á því að Trump sé að horfa. „Þangað til það verður lokað á okkur höldum við áfram að kaupa auglýsingarnar.“Horfa má á innslagið í heild sinni hér að neðan. Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum, beint á eftir kvöldfréttum. Donald Trump Tengdar fréttir John Oliver heldur að hann sé stærri en Game of Thrones Last Week Tonight snýr aftur þann 12. febrúar. 19. janúar 2017 18:49 John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 20:37 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Háðfuglinn John Oliver sneri aftur á öldur ljósvakans í gær með þátt sinn Last Week Tonight. Donald Trump og samband Bandaríkjaforseta við sannleikann og staðreyndir var í brennidepli. „Síðan hann tók við, fyrir um það bil 412 árum, Trump hefur gert okkur ljóst að raunveruleikinn skiptir hann engu máli,“ sagði Oliver en segja má að breski þáttastjórnandinn hafi hreinlega hakkað Donald Trump í sig í þætti gærdagsins. „Hann hefur ýkt fjölda þeirra sem mættu á innsetningarathöfn hans, hann hefur sagt að umfangsmikið kosningasvindl hafi verið látið viðgangast í forsetakosningunum án þess að færa sönnur á það. Hann laug meira segja um veðrið á innsetningarathöfninni,“ sagði Oliver. „Svona er staðan. Við búum við forseta sem getur staðið í rigningunni og sagt að það sé sól úti.“En hvað er til ráða?Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að Trump horfi reglulega á morgundagskrá kapalssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Hafa þeir tekið eftir því að Trump tístir gjarnan um efni þáttanna og í frétt Politico segir að stjórnmálamenn og álitsgjafar keppist nú um að komast í þessa þætti til þess að ná eyrum Bandaríkjaforseta. Oliver hefur einnig í huga að ná til Trump og í þætti gærdagsins kynnti hann fyrirætlanir sínar um að birta auglýsingar í auglýsingahléi morgunþáttanna sem Trump horfir reglulega á. Ætlar Oliver sér að lauma mikilvægum upplýsingum og staðreyndum sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa á hreinu í hefðbundnar auglýsingar. Auglýsingarnar verða birtar á MSNBC, CNN og Fox News á morgnana þegar mestar líkur er á því að Trump sé að horfa. „Þangað til það verður lokað á okkur höldum við áfram að kaupa auglýsingarnar.“Horfa má á innslagið í heild sinni hér að neðan. Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum, beint á eftir kvöldfréttum.
Donald Trump Tengdar fréttir John Oliver heldur að hann sé stærri en Game of Thrones Last Week Tonight snýr aftur þann 12. febrúar. 19. janúar 2017 18:49 John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 20:37 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
John Oliver heldur að hann sé stærri en Game of Thrones Last Week Tonight snýr aftur þann 12. febrúar. 19. janúar 2017 18:49
John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 8. febrúar 2017 20:37