Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin.
Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago.
Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters.
Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur.
Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006.