Innlent

Vill ekki hnýta í Rauða krossinn heldur lögfræðinga á frjálsum markaði

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Ásmundur Friðriksson
Ásmundur Friðriksson Vísir/Vilhelm
„Ég ætlaði alls ekki að nefna Rauða krossinn heldur eru það lögfræðingar á frjálsum markaði sem voru með þetta áður og eru að sækjast eftir að fá þetta aftur,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingis­maður, um ummæli sem hann lét falla í Fréttablaðinu í gær um að kanna þyrfti greiðslur til lögfræðinga Rauða krossins fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda.

„Rauði krossinn er góð stofnun, sem ég hef enga ástæðu til að hnýta í og þeir eru að vinna þetta ódýrast af öllum,“ segir Ásmundur.

Tilefni fréttarinnar var svar forseta Alþingis um ferðakostnað alþingismanna á árunum 2013 til 2016.

Ásmundur vildi ekki svara því hve háar greiðslur hann hafi þegið frá þinginu vegna aksturs en lét ummælin um lögfræðingana falla í kjölfar fyrirspurnar blaðamanns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×