„Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:00 Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira