„Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:00 Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira