Innlent

Auglýsingaskilti en ekki maður í annarlegu ástandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upp úr miðnætti var maður handtekinn fyrir að veitast að öðrum manni með hamri, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Upp úr miðnætti var maður handtekinn fyrir að veitast að öðrum manni með hamri, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. VÍSIR/EYÞÓR
Klukkan hálfeitt í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem stóð upp við staur og var búinn að vera þar í 20 mínútur að sögn þess sem tilkynnti málið.

Um tíu mínútum síðar hringdi tilkynnandi aftur og afþakkaði aðstoð lögreglu þar sem um auglýsingaskilti var um að ræða þegar betur var að gáð en ekki mann í annarlegu ástandi.

Upp úr miðnætti var svo maður handtekinn fyrir að veitast að öðrum manni með hamri. Sá sem ráðist var á var fluttur á slysadeild samkvæmt dagbók lögreglu og sá sem grunaður er um árásina vistaður í fangageymslu.

Einn var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Var ökumaðurinn látinn laus að lokinni sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×