Innlent

Rán, líkamsárás og nytjastuldur á jólanótt

Kjartan Kjartansson skrifar
Erill var hjá lögreglu á aðfangadagskvöld og jólanótt.
Erill var hjá lögreglu á aðfangadagskvöld og jólanótt. Vísir/Eyþór
Sjö manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála í nótt. Ölvaður ökumaður reyndi að hrista lögreglumenn af sér og þrír einstaklingar gistu fangageymslur þar sem þeir voru ósjálfbjarga vegna ölvunar.

Töluverður erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi að því er segir í dagbók hennar. Þeir sem gistu fangageymslur voru þar meðal annars vegna nytjastuldar á bifreið, ráns, líkamsárásar og þjófnaðar.

Ölvaði ökumaðurinn reyndi að komast undan afskiptum lögreglu, fyrst á bifreið sinni og því næst á fótum. Hann var þrátt fyrir flóttatilraunir sínar handsamaður af lögreglumönnum, færður á lögreglustöð og loks leystur úr haldi að frumrannsókn lokinni. 

Þá var bifreið ekið út af vegi á Reykjanesbraut nærri Hafnarfirði. Engin slys urðu á fólki. Einnig var ökumaður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.