Lífið

Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina

Atli Ísleifsson skrifar
Þessir herramenn fengu miða.
Þessir herramenn fengu miða. Nexus

Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi.

Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus, segir að þeir fyrstu hafi verið mættir klukkan fjögur í nótt en verslunin opnaði klukkan ellefu. „Þeir voru í Kraftgöllum, með teppi og með stóla. Þeir vissu alveg hvað þeir voru að fara út í þannig að þeir mættu vel búnir,“ segir Gísli, en um tíu stiga frost var í höfuðborginni í morgun.

Nexus stendur fyrir forsýningu á myndina á þriðjudagskvöldið klukkan 22:30. Gísli segir ljóst að margir gestanna muni mæta í búningum og má búast við mikilli stemmningu enda eftirvæntingin mikil. Gísli sagði að núna klukkan 12 væri enn ekki orðið uppselt á myndina.

Last Jedi er áttunda myndin í Star Wars kvikmyndaröðinni og framhald myndarinnar The Force Awakens.

Að neðan má sjá myndir af #röðinni og viðskiptavinum Nexus í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.