Gaf vondu Mackintosh-molana á Facebook: „Þeir eru alls ekki kaloríanna virði“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 19:30 Þórhildur auglýsti vondu molana á Facebook. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi fundinn. Vísir / Samsett mynd Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni
Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45