Gaf vondu Mackintosh-molana á Facebook: „Þeir eru alls ekki kaloríanna virði“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 19:30 Þórhildur auglýsti vondu molana á Facebook. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi fundinn. Vísir / Samsett mynd Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni
Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning