Rappar með sveitinni Pöndunum 17. desember 2017 10:15 Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. Vísir/Vilhelm Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka. Krakkar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka.
Krakkar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira