Tónlist

Jólastress að bresta á

Benedikt Bóas skrifar
Karítas keyrir í Winter Wonderland.
Karítas keyrir í Winter Wonderland.

Að undanförnu hafa farið um netheima skemmtileg myndbönd þar sem þekktir söngvarar syngja lög í órafmögnuðum útsetningum. Lögin eru sungin af söngvörum sem koma fram á Jólastressi 2017 sem fram fer í Tjarnarbíói á laugardaginn.

Tónleikarnir eru í einhvers konar spjallþáttaþema og innihalda blöndu af jólatónleikum og gamanmáli. Uppselt er kl. 20 en enn eru lausir miðar á tónleikana kl. 17.

„Það er þó alls ekki þannig að órafmögnuð stemning muni einkenna tónleikana,“ segir Daníel Geir Moritz, tónleikahaldari í samstarfi við Vísi. „Okkur langaði bara að gefa fólki smá smjörþef. Á laugardaginn verða allir magnarar í sambandi og stuðið mikið,“ bætir hann við. 
Nýjasta myndbandið frá Jólastressi er af Selfyssingnum Karitas Hörpu, sem vann söngkeppnina The Voice í febrúar, að syngja Winter Wonderland órafmagnað en stutt er síðan myndband af Degi Sigurðssyni syngja Ef ég nenni sló í gegn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.