Tónlist

Jólastress að bresta á

Benedikt Bóas skrifar
Karítas keyrir í Winter Wonderland.
Karítas keyrir í Winter Wonderland.
Að undanförnu hafa farið um netheima skemmtileg myndbönd þar sem þekktir söngvarar syngja lög í órafmögnuðum útsetningum. Lögin eru sungin af söngvörum sem koma fram á Jólastressi 2017 sem fram fer í Tjarnarbíói á laugardaginn.

Tónleikarnir eru í einhvers konar spjallþáttaþema og innihalda blöndu af jólatónleikum og gamanmáli. Uppselt er kl. 20 en enn eru lausir miðar á tónleikana kl. 17.

„Það er þó alls ekki þannig að órafmögnuð stemning muni einkenna tónleikana,“ segir Daníel Geir Moritz, tónleikahaldari í samstarfi við Vísi. „Okkur langaði bara að gefa fólki smá smjörþef. Á laugardaginn verða allir magnarar í sambandi og stuðið mikið,“ bætir hann við. 

Nýjasta myndbandið frá Jólastressi er af Selfyssingnum Karitas Hörpu, sem vann söngkeppnina The Voice í febrúar, að syngja Winter Wonderland órafmagnað en stutt er síðan myndband af Degi Sigurðssyni syngja Ef ég nenni sló í gegn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.