„Þetta er söguríkasta hérað landsins" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2017 19:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira