Pizzan er matur fólksins Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. desember 2017 09:00 Fila og Gucci verða Pizza í meðferð Þorgeirs eins má sjá. Vísir/Anton Brink Í dag opnar á Flatey Pizza á Grandagarði sýning og búð þar sem Þorgeir K. Blöndal, hönnuður og Vaka Njálsdóttir, ljósmyndari sýna og selja „falsaða“ boli frá ítölskum hönnuðum þar sem nafninu á hönnunarhúsinu hefur verið skipt út fyrir orðið Pizza. „Þegar ég var í útskriftarferðinni eftir að hafa klárað Verzló, á Marmaris, sá ég rosalega mikið af fölsuðum vörum frá stórum tískuframleiðendum eins og Louis Vuitton, Gucci og þannig. Það skemmtilega var þegar maður spurði sölumennina að gamni sínu hvort að þetta væri ekta svöruðu þeir alltaf að þetta væri „turkish real.“ Það var eiginlega innblásturinn. Hugmyndin var að breyta þessu „high class“ merki í eitthvað sem allir í rauninni gætu átt og ég kallaði konseptið þá Real italian flavor,“ segir Þorgeir. Aðspurður að því afhverju orðið pizza komi í staðinn fyrir nöfn hönnuðana segir Þorgeir mér að svarið við því sé tvíþætt – annars vegar vegna þess að þegar hann var í Verzló hafi einn félagi fallið og þurft að sækja annan framhaldsskóla og þeir félagarnir hafi því alltaf hist í pizzu á þriðjudögum til halda vinskapnum gangandi, siður sem hefur haldist gangandi allt síðan 2013. Hinsvegar vegna þess hve alþýðlegur matur pizzan er. „Þetta er matur allra – pizzan getur verið fínn matur, pizzan getur verið skyndibiti. Pizzan hefur náð að verða óháð nánast allri menningu, þó auðvitað komi hún upphaflega frá Ítalíu. Þetta er matur sem hentar öllum – matur fólksins.“Hvernig verður sýningin sett upp hjá ykkur? „Vaka Njálsdóttir hefur verið að vinna í þessu með mér og við erum búin að vera að búa til efni – til að mynda zine sem verður þarna á boðstólnum, með ljósmyndum og öðru. Svo verða þarna bolir sem fólk getur komið og keypt.“ Þetta verður síðasti séns á að eignast svona bol frá Þorgeiri enda verða ekki fleiri framleiddir. En hann segist heldur betur ekki vera búinn að skilja við pizzuna þó að hann sé hættur að nota hana sem staðgengil fyrir nöfnum á ítölskum hátískumerkjum. „Ég er líklega að fara að nota pizzuna í önnur konsept. Ég hef áður notað pizzuna í verkefni sem ég hef gert. Í sjálfstæðum verkum sem ég geri hef ég gaman að því að nota pizzuna. Þetta er matur fólksins, pizzan er fyrir alla.“ Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Í dag opnar á Flatey Pizza á Grandagarði sýning og búð þar sem Þorgeir K. Blöndal, hönnuður og Vaka Njálsdóttir, ljósmyndari sýna og selja „falsaða“ boli frá ítölskum hönnuðum þar sem nafninu á hönnunarhúsinu hefur verið skipt út fyrir orðið Pizza. „Þegar ég var í útskriftarferðinni eftir að hafa klárað Verzló, á Marmaris, sá ég rosalega mikið af fölsuðum vörum frá stórum tískuframleiðendum eins og Louis Vuitton, Gucci og þannig. Það skemmtilega var þegar maður spurði sölumennina að gamni sínu hvort að þetta væri ekta svöruðu þeir alltaf að þetta væri „turkish real.“ Það var eiginlega innblásturinn. Hugmyndin var að breyta þessu „high class“ merki í eitthvað sem allir í rauninni gætu átt og ég kallaði konseptið þá Real italian flavor,“ segir Þorgeir. Aðspurður að því afhverju orðið pizza komi í staðinn fyrir nöfn hönnuðana segir Þorgeir mér að svarið við því sé tvíþætt – annars vegar vegna þess að þegar hann var í Verzló hafi einn félagi fallið og þurft að sækja annan framhaldsskóla og þeir félagarnir hafi því alltaf hist í pizzu á þriðjudögum til halda vinskapnum gangandi, siður sem hefur haldist gangandi allt síðan 2013. Hinsvegar vegna þess hve alþýðlegur matur pizzan er. „Þetta er matur allra – pizzan getur verið fínn matur, pizzan getur verið skyndibiti. Pizzan hefur náð að verða óháð nánast allri menningu, þó auðvitað komi hún upphaflega frá Ítalíu. Þetta er matur sem hentar öllum – matur fólksins.“Hvernig verður sýningin sett upp hjá ykkur? „Vaka Njálsdóttir hefur verið að vinna í þessu með mér og við erum búin að vera að búa til efni – til að mynda zine sem verður þarna á boðstólnum, með ljósmyndum og öðru. Svo verða þarna bolir sem fólk getur komið og keypt.“ Þetta verður síðasti séns á að eignast svona bol frá Þorgeiri enda verða ekki fleiri framleiddir. En hann segist heldur betur ekki vera búinn að skilja við pizzuna þó að hann sé hættur að nota hana sem staðgengil fyrir nöfnum á ítölskum hátískumerkjum. „Ég er líklega að fara að nota pizzuna í önnur konsept. Ég hef áður notað pizzuna í verkefni sem ég hef gert. Í sjálfstæðum verkum sem ég geri hef ég gaman að því að nota pizzuna. Þetta er matur fólksins, pizzan er fyrir alla.“
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira