Forystuhrúturinn Nikulás vill engan forleik við skyldustörfin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Nikulás þykir einkar virðulegur. Hann er vakandi fyrir flestu sem fram fer í kringum hann. Fréttablaðið/Anton Brink Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir