Forystuhrúturinn Nikulás vill engan forleik við skyldustörfin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Nikulás þykir einkar virðulegur. Hann er vakandi fyrir flestu sem fram fer í kringum hann. Fréttablaðið/Anton Brink Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira