Vonar að fólk borði upp sýninguna Guðný Hrönn skrifar 30. nóvember 2017 10:45 Sýning Andreu er hluti af mastersverkefni hennar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. vísir/ernir Listakonan og háskólaneminn Andrea Arnarsdóttir opnar í dag sýninguna Ofgnótt þar sem 18 kíló af sælgæti eru í aðalhlutverki. Sýningin, sem er sett upp á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, er eins konar sælgætisveisla þar sem Andrea hefur raðað sælgætinu vandlega upp á hlaðborð og gestum og gangandi er velkomið að smakka á verkinu.En af hverju 18 kíló? „Samkvæmt tölum sem koma frá landlæknisembættinu þá er þetta sælgætisframboðið fyrir hvern Íslending á ári að meðaltali.“ Spurð út í hvort hún sjálf sé nammigrís og hvort hún hafi ekkert freistast til að narta í efnivið sýningarinnar segir Andrea:„Ég hef ekki stolist í þetta nammi en ég valdi nammi sem mér finnst ekkert rosalega frábært. En jú, ég er alveg nammigrís. Ég er samt búin að vera að reyna að minnka nammiátið í dálítinn tíma.“ Sýning Andreu byggir á upplýsingum um sælgætisát landsmanna og líka á sögu sælgætis en Andrea hefur rannsakað nammi í sögulegu samhengi undanfarið. Ekkert mál ef nammið klárastEins og áður sagði er fólki velkomið að borða nammið úr verkinu. Sýningin stendur yfir í viku og spurð út í hvað gerist ef fólk klárar allt sælgætið á t.d. einum degi segir Andrea það ekki vera neitt mál. „Þá verður bara tómt hlaðborð til sýnis,“ segir hún og hlær. „En fólk má alveg endilega fá sér nammi og það væri bara frábært ef við myndum ná að borða upp einn Íslending á þessari viku sem sýningin er í gangi.“ Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Listakonan og háskólaneminn Andrea Arnarsdóttir opnar í dag sýninguna Ofgnótt þar sem 18 kíló af sælgæti eru í aðalhlutverki. Sýningin, sem er sett upp á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, er eins konar sælgætisveisla þar sem Andrea hefur raðað sælgætinu vandlega upp á hlaðborð og gestum og gangandi er velkomið að smakka á verkinu.En af hverju 18 kíló? „Samkvæmt tölum sem koma frá landlæknisembættinu þá er þetta sælgætisframboðið fyrir hvern Íslending á ári að meðaltali.“ Spurð út í hvort hún sjálf sé nammigrís og hvort hún hafi ekkert freistast til að narta í efnivið sýningarinnar segir Andrea:„Ég hef ekki stolist í þetta nammi en ég valdi nammi sem mér finnst ekkert rosalega frábært. En jú, ég er alveg nammigrís. Ég er samt búin að vera að reyna að minnka nammiátið í dálítinn tíma.“ Sýning Andreu byggir á upplýsingum um sælgætisát landsmanna og líka á sögu sælgætis en Andrea hefur rannsakað nammi í sögulegu samhengi undanfarið. Ekkert mál ef nammið klárastEins og áður sagði er fólki velkomið að borða nammið úr verkinu. Sýningin stendur yfir í viku og spurð út í hvað gerist ef fólk klárar allt sælgætið á t.d. einum degi segir Andrea það ekki vera neitt mál. „Þá verður bara tómt hlaðborð til sýnis,“ segir hún og hlær. „En fólk má alveg endilega fá sér nammi og það væri bara frábært ef við myndum ná að borða upp einn Íslending á þessari viku sem sýningin er í gangi.“
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira