Jólaspá Siggu Kling - Nautið: Ekki fæða þunglyndispúkann í þér 1. desember 2017 09:00 Elsku Nautið mitt, að sjálfsögðu gerast mistök í lífi manns, svo mundu það vel og vandlega að þó að þú hafir dottið á rassinn er það sigurvegarans iðja að standa strax upp og halda áfram. Ekkert sem gerist í lífinu eru mistök, en maður á það bara til inn á milli að fara krókaleiðir að takmarkinu sínu. Það kemur náttúrulega fyrir að maður nennir bara ekki að halda áfram og dekrar sig niður í alls konar þunglyndi, svo segðu það upphátt við sjálfan þig og nafnið þitt eins og ég geri: „Sigga, steinhættu að dekra þig niður í þunglyndi, það er svo hundleiðinlegt!“ Ekki fæða þunglyndispúkann í þér því þá verðurðu bara veikur á líkama og sál og það er svo mikilvægt að þú skiljir að láta engan segja þér að þú getir ekki eitthvað, því um leið og þú stimplar það inn í frumurnar þínar missirðu máttinn. Talaðu þig alltaf upp og segðu upphátt við sjálfan þig, ég er duglegt, ég er sterkt, af því að þú ert á mjög, mjög mikilvægum mánuði núna í desember þar sem tunglið þitt er þar. Fullt tungl í Nautsmerkinu er þriðja desember. Þá er mikilvægt að vera í sterkri líðan og hreinlega óska sér og segja út í veröldina hvernig þú vilt að lífið fari. Þú ert fjarstýringin að þínu eigin lífi; er kveikt á þinni fjarstýringu? Ertu að skipta um stöðvar? Er fjarstýringin batteríslaus eða léstu einhvern annan hafa fjarstýringuna að lífinu þínu? Um leið og þú skilur að þú hefur valdið og getur breytt um rás, og sérstaklega núna í desember þar sem orka þín er mjög há, þá skaltu efla þig og byrja hvern morgunn á því að skoða á hvaða stöð þú vilt hafa stillt og gæta þess að allt virki. Það er mikið uppgjör í spilunum - alveg eins og spennandi bíómynd ætti að vera - og ástin ætti að loga allt í kringum þig, en þú verður að hafa batteríin í lagi. Aðrir munu taka eftir þér eins og enginn sé morgundagurinn svo þú skalt nýta þér til hins ýtrasta að ljúka því sem þarf, STRAX! Láttu samt ekki óþolinmæði pirra þig því þá missir þú fókusinn af markmiðum þínum og óþolinmæði er þinn versti óvinur næsta mánuð, en þá skaltu segja: Ég er þolinmóðasta Naut sem ég þekki, takk fyrir það! Þegar þú sérð að þú munt slaka á þá verður allt svo miklu skemmtilegra og jólin koma sama hvað gerist. Þar sem þú ert stórtæk manneskja, vilt gefa og gefa, þá skaltu muna það að það er líka dásamlegt að gefa falleg orð sem þú setur á pappír eða hvernig sem þú vilt, því þannig gjafir eru miklu meira virði heldur en steindautt, rándýrt drasl sem gefur bara augnabliks gleði.Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari. Setningin þín er frá hinu frábæra Nauti Barböru Streisand – Gerðu góða minningu, það er málið - Make it like a memory (Barbra Streisand) Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Elsku Nautið mitt, að sjálfsögðu gerast mistök í lífi manns, svo mundu það vel og vandlega að þó að þú hafir dottið á rassinn er það sigurvegarans iðja að standa strax upp og halda áfram. Ekkert sem gerist í lífinu eru mistök, en maður á það bara til inn á milli að fara krókaleiðir að takmarkinu sínu. Það kemur náttúrulega fyrir að maður nennir bara ekki að halda áfram og dekrar sig niður í alls konar þunglyndi, svo segðu það upphátt við sjálfan þig og nafnið þitt eins og ég geri: „Sigga, steinhættu að dekra þig niður í þunglyndi, það er svo hundleiðinlegt!“ Ekki fæða þunglyndispúkann í þér því þá verðurðu bara veikur á líkama og sál og það er svo mikilvægt að þú skiljir að láta engan segja þér að þú getir ekki eitthvað, því um leið og þú stimplar það inn í frumurnar þínar missirðu máttinn. Talaðu þig alltaf upp og segðu upphátt við sjálfan þig, ég er duglegt, ég er sterkt, af því að þú ert á mjög, mjög mikilvægum mánuði núna í desember þar sem tunglið þitt er þar. Fullt tungl í Nautsmerkinu er þriðja desember. Þá er mikilvægt að vera í sterkri líðan og hreinlega óska sér og segja út í veröldina hvernig þú vilt að lífið fari. Þú ert fjarstýringin að þínu eigin lífi; er kveikt á þinni fjarstýringu? Ertu að skipta um stöðvar? Er fjarstýringin batteríslaus eða léstu einhvern annan hafa fjarstýringuna að lífinu þínu? Um leið og þú skilur að þú hefur valdið og getur breytt um rás, og sérstaklega núna í desember þar sem orka þín er mjög há, þá skaltu efla þig og byrja hvern morgunn á því að skoða á hvaða stöð þú vilt hafa stillt og gæta þess að allt virki. Það er mikið uppgjör í spilunum - alveg eins og spennandi bíómynd ætti að vera - og ástin ætti að loga allt í kringum þig, en þú verður að hafa batteríin í lagi. Aðrir munu taka eftir þér eins og enginn sé morgundagurinn svo þú skalt nýta þér til hins ýtrasta að ljúka því sem þarf, STRAX! Láttu samt ekki óþolinmæði pirra þig því þá missir þú fókusinn af markmiðum þínum og óþolinmæði er þinn versti óvinur næsta mánuð, en þá skaltu segja: Ég er þolinmóðasta Naut sem ég þekki, takk fyrir það! Þegar þú sérð að þú munt slaka á þá verður allt svo miklu skemmtilegra og jólin koma sama hvað gerist. Þar sem þú ert stórtæk manneskja, vilt gefa og gefa, þá skaltu muna það að það er líka dásamlegt að gefa falleg orð sem þú setur á pappír eða hvernig sem þú vilt, því þannig gjafir eru miklu meira virði heldur en steindautt, rándýrt drasl sem gefur bara augnabliks gleði.Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari. Setningin þín er frá hinu frábæra Nauti Barböru Streisand – Gerðu góða minningu, það er málið - Make it like a memory (Barbra Streisand)
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira