Jólaspá Siggu Kling - Ljónið: Þótt leti geti verið sexý er hún leiðinleg 1. desember 2017 09:00 Elsku Ljónið mitt, að sjálfsögðu ertu hvatvíst og elskar ævintýri, þolir oft ekki hversdagsleikann og leitar oft leiða til þess að flýja einföldu hlutina. En þar sem þú ert sú týpa sem getur fengið hvaða manneskju sem er til að treysta þér skaltu nýta þér þann ótrúlega hæfileika hversu sannfærandi þú getur verið í skoðunum þínum og hversu útgeislandi orð þín eru, því þú getur hreinlega fengið hvern sem þú vilt í ástinni og vináttunni. Því einlægari sem þú ert þeim mun meiri árangri nærðu í öllu. Til þess að ná jafnvæginu sem þú elskar, lifðu þá bara einn dag í einu eða einn klukkutíma í einu, það er lykilinn þinn og sérstaklega núna í desember. Það má segja við þig að þú sért svo STÓRT og svo rosalega MIKIÐ að það er ekki hægt að setja lýsingu við þig og stundum verður maður bara hræddur þegar þú urrar, en í þér býr kettlingur og ef þú sýnir hann þá munu allir klappa þér og vilja eiga þig, punktur basta! Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum til fulls er það einfaldlega vegna þess að þú ert að næra letina og frestunaráráttuna í þér. Þótt leti geti verið sexý er hún leiðinleg til lengdar. Eina sem þreytir þig á næstunni er ef þér finnst þú vera staðnaður og þú ræður því alveg hvort þú ert með startmerkið í huga þínum eða stoppmerkið, þú stjórnar þessu sjálfur sama hvað þessi stjörnuspá segir. Núna á næstunni þarftu að sýna þinn innri mann og leyfa þér að tengjast tilfinningaböndum. Lærðu að treysta öðrum betur, en sérstaklega lærðu að treysta á sjálfan þig því þú getur gert svo miklu miklu miklu betur. Desember gefur þér nýja möguleika til að styrkja þig og láta þig ná þeim markmiðum sem þú raunverulega vilt. Og til þess að skoða hvað þú raunverulega vilt er ágætt að skrifa niður 30 atriði á þremur mínútum um hvað þú myndir gera ef þú ættir ár eftir ólifað og þegar þú gerir þessa æfingu þá veistu hver þú ert, hvað þú vilt gera og hvert þú ætlar að fara.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Setningin þín er: Ég er búinn til úr stáli, það getur ekkert, ekkert stoppað mig – Iron Lion Zion (Bob Marley) Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, að sjálfsögðu ertu hvatvíst og elskar ævintýri, þolir oft ekki hversdagsleikann og leitar oft leiða til þess að flýja einföldu hlutina. En þar sem þú ert sú týpa sem getur fengið hvaða manneskju sem er til að treysta þér skaltu nýta þér þann ótrúlega hæfileika hversu sannfærandi þú getur verið í skoðunum þínum og hversu útgeislandi orð þín eru, því þú getur hreinlega fengið hvern sem þú vilt í ástinni og vináttunni. Því einlægari sem þú ert þeim mun meiri árangri nærðu í öllu. Til þess að ná jafnvæginu sem þú elskar, lifðu þá bara einn dag í einu eða einn klukkutíma í einu, það er lykilinn þinn og sérstaklega núna í desember. Það má segja við þig að þú sért svo STÓRT og svo rosalega MIKIÐ að það er ekki hægt að setja lýsingu við þig og stundum verður maður bara hræddur þegar þú urrar, en í þér býr kettlingur og ef þú sýnir hann þá munu allir klappa þér og vilja eiga þig, punktur basta! Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum til fulls er það einfaldlega vegna þess að þú ert að næra letina og frestunaráráttuna í þér. Þótt leti geti verið sexý er hún leiðinleg til lengdar. Eina sem þreytir þig á næstunni er ef þér finnst þú vera staðnaður og þú ræður því alveg hvort þú ert með startmerkið í huga þínum eða stoppmerkið, þú stjórnar þessu sjálfur sama hvað þessi stjörnuspá segir. Núna á næstunni þarftu að sýna þinn innri mann og leyfa þér að tengjast tilfinningaböndum. Lærðu að treysta öðrum betur, en sérstaklega lærðu að treysta á sjálfan þig því þú getur gert svo miklu miklu miklu betur. Desember gefur þér nýja möguleika til að styrkja þig og láta þig ná þeim markmiðum sem þú raunverulega vilt. Og til þess að skoða hvað þú raunverulega vilt er ágætt að skrifa niður 30 atriði á þremur mínútum um hvað þú myndir gera ef þú ættir ár eftir ólifað og þegar þú gerir þessa æfingu þá veistu hver þú ert, hvað þú vilt gera og hvert þú ætlar að fara.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Setningin þín er: Ég er búinn til úr stáli, það getur ekkert, ekkert stoppað mig – Iron Lion Zion (Bob Marley)
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira