Sitjandi uppistand í Veröld í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 10:30 Rakugo-meistarinn Yanagiya Kyotaro verður í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld. Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember. Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember.
Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira