Fögnuðu tímamótunum með myndatöku Guðný Hrönn skrifar 25. nóvember 2017 07:45 Ásta rekur ljósmyndastúdíóið Studio8 og fékk Sóleyju til sín í myndatöku í tilefni þess að Sóley er að klára krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir myndaði Sóleyju Kristjánsdóttur á dögunum í tilefni þess að hún er að klára krabbameinsmeðferð. Ásta hefur myndað Sóleyju reglulega í gegnum tíðina til að fagna tímamótum, svo sem meðgöngu og brúðkaupi. Ásta er einn stofnenda umboðsskrifstofunnar Eskimo og það var þannig sem þær kynntust. „Sóley kom á skrá til mín hjá Eskimo þegar hún var 14 ára, þannig kynntumst við. Við höfum alltaf haldið sambandi síðan og ég hef myndað hana á stórum stundum í lífi hennar.“ Krabbameinsmeðferð lokiðÞað var í lok apríl á þessu ári sem Sóley komst að því að hún væri með brjóstakrabbamein og við tók lyfja- og geislameðferð. Krabbameinsmeðferðinni er nú að ljúka. „Og núna, þegar þetta verkefni er að klárast, þá ákváðum við að taka myndir. Líka vegna þess að Sóley hefur alltaf verið með sítt hár en er alveg einstaklega glæsileg svona snoðuð,“ útskýrir Ásta sem segir mikla gleði hafa ríkt í myndatökunni.Þessi mynd sem Ásta tók af Sóleyju fangaði athygli ritstjórnar ítlaska Vogue.MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR„Við fengum tvær vinkonur okkar í lið með okkur sem komu með fullt af fallegum fötum fyrir myndatökuna. Svo var tónlistin sett í botn. Þetta var mjög gleðilegt, hún var að klára þessa meðferð og allt hefur gengið vel.“ Tvær ljósmyndir úr tökunni stóðu upp úr að mati Ástu og hún ákvað að senda þær á ítalska Vogue sem hefur birt myndir eftir hana áður.„Og þeir ákváðu að birta eina þeirra.“ „Þetta eru líka svo skemmtilegir tímar, tímarit eru farin að birta myndir af konum á öllum aldri. Þessi steríótýpa af módeli sem var til staðar hér áður fyrr, hún er ekki lengur til,“ útskýrir Ásta og tekur fyrirsætuna Lauren Hutton sem dæmi. Hún prýðir forsíðu októbertölublaðs ítalska Vogue, 74 ára gömul. „Við vorum einmitt að hlæja að þessu um daginn. Sóley er búin að starfa sem fyrirsæta í öll þessi ár og það er auðvitað alltaf draumur að birtast hjá Vogue. Og svo núna, þegar hún er á þessum stað í lífinu og á þessum aldri, þá gerist það,“ segir Ásta glöð. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir myndaði Sóleyju Kristjánsdóttur á dögunum í tilefni þess að hún er að klára krabbameinsmeðferð. Ásta hefur myndað Sóleyju reglulega í gegnum tíðina til að fagna tímamótum, svo sem meðgöngu og brúðkaupi. Ásta er einn stofnenda umboðsskrifstofunnar Eskimo og það var þannig sem þær kynntust. „Sóley kom á skrá til mín hjá Eskimo þegar hún var 14 ára, þannig kynntumst við. Við höfum alltaf haldið sambandi síðan og ég hef myndað hana á stórum stundum í lífi hennar.“ Krabbameinsmeðferð lokiðÞað var í lok apríl á þessu ári sem Sóley komst að því að hún væri með brjóstakrabbamein og við tók lyfja- og geislameðferð. Krabbameinsmeðferðinni er nú að ljúka. „Og núna, þegar þetta verkefni er að klárast, þá ákváðum við að taka myndir. Líka vegna þess að Sóley hefur alltaf verið með sítt hár en er alveg einstaklega glæsileg svona snoðuð,“ útskýrir Ásta sem segir mikla gleði hafa ríkt í myndatökunni.Þessi mynd sem Ásta tók af Sóleyju fangaði athygli ritstjórnar ítlaska Vogue.MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR„Við fengum tvær vinkonur okkar í lið með okkur sem komu með fullt af fallegum fötum fyrir myndatökuna. Svo var tónlistin sett í botn. Þetta var mjög gleðilegt, hún var að klára þessa meðferð og allt hefur gengið vel.“ Tvær ljósmyndir úr tökunni stóðu upp úr að mati Ástu og hún ákvað að senda þær á ítalska Vogue sem hefur birt myndir eftir hana áður.„Og þeir ákváðu að birta eina þeirra.“ „Þetta eru líka svo skemmtilegir tímar, tímarit eru farin að birta myndir af konum á öllum aldri. Þessi steríótýpa af módeli sem var til staðar hér áður fyrr, hún er ekki lengur til,“ útskýrir Ásta og tekur fyrirsætuna Lauren Hutton sem dæmi. Hún prýðir forsíðu októbertölublaðs ítalska Vogue, 74 ára gömul. „Við vorum einmitt að hlæja að þessu um daginn. Sóley er búin að starfa sem fyrirsæta í öll þessi ár og það er auðvitað alltaf draumur að birtast hjá Vogue. Og svo núna, þegar hún er á þessum stað í lífinu og á þessum aldri, þá gerist það,“ segir Ásta glöð.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira