Marín Manda: „Ég hélt í alvörunni að við værum að fara að deyja“ Þórdís Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 16:43 Marín Manda Magnúsdóttir var hrædd um líf sitt þegar skelfing greip um sig í London á föstudaginn. Vísir/aðsend/Getty „Ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Ég hélt í alvörunni að við værum að fara að deyja,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir flugfreyja en hún var stödd í London á föstudaginn þegar skelfing greip um sig meðal vegfarenda á Oxford street. Talið var að um skotárás eða hryðjuverk hefði verið að ræða, en lögreglan í London hefur ekki fundið neinar vísbendingar þess efnis. Marín Manda er ásamt sex vinkonum sínum í London og voru þær staddar á Carnaby street áður en atburðurinn átti sér stað. „Ég og ein önnur ákveðum að rölta aðeins á undan og lendum í haföldu af fólki. Fólk var hlaupandi og öskrandi „run, run, run“ og berjandi á rúður. Við heyrðum einhver hljóð sem hljómuðu eins og skothljóð,“ segir Marín Manda. Hún segir að það sé erfitt að útskýra hvernig upplifunin var, en hún var skelfileg. „Það stóð kona rétt hjá okkur með lítið barn í fanginu. Við heyrum í fólki koma hlaupandi með látum í áttina að okkur og litla barnið skellur í jörðina, með andlitið í stéttina og konan leggst nánast ofan á barnið sitt til að verja það. Fólk hljóp bara beint yfir barnið.“ Marín og vinkona hennar ætla sér að hjálpa konuninni, en hún segir að það hafi verið ógerningur vegna ástandsins sem ríkti. „Við hlaupum í gegnum neyðarútgang og erum komnar niður í einhvern kjallara. Það var fólk að berja á hurðarnar þarna og biðja okkur um að hleypa sér inn, en hurðarnar voru læstar. Vinkona mín sagði þá við mig að við ættum börn og að við yrðum að bjarga okkur. Það var þá sem ég áttaði mig á því að við værum í alvöru hættu.“„Viltu passa krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“ Þær földu sig í kjallaranum og ákváðu að segja ekki orð og hvísluðu sín á milli. „Við vissum ekki hvort einhver myndi birtast með hríðskotabyssu eða hvað svo ég ákvað að senda barnsföður mínum sem er í Danmörku með börnin okkar skilaboð. Ég sagði „viltu passa upp á krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“,“ segir Marín og bætir við að honum hafi eflaust þótt skilaboðin furðuleg þegar hann fékk þau. Stuttu síðar birtist öryggisvörður sem spyr þær hvernig þær hafi komist þangað og leiðir þær á endanum inn í verslun. „Fólkið í versluninni var grátandi en starfsfólkið vissi greinilega hvernig ætti að bregðast við og lokaði öllum útgöngum og hleypti engum inn né út.“ Þær voru í versluninni í um það bil klukutíma og fyrstu fréttir sem þær fengu voru að það hefði verið skotárás í versluninni Selfridges.Lögreglan lokaði götunni í kjölfarið af ringulreiðinni.Vísir/GettyHissa á fréttaflutningi „Ég er eiginlega hissa á því hvað fjölmiðlar hafa gert lítið úr þessu,“ segir Marín Manda. Hún segir að hún og allra vinkonur hennar hafi heyrt háa hvelli og að hræðslan og geðshræringin sem greip um fólk í kjölfarið hafið verið gríðarleg. „Hvaðan komu þessi hljóð þá?“ „Hinar vinkonur mínar voru að labba út af bar þegar allt þetta fólk kemur hlaupandi og öskrandi. Þær náðu allar að koma sér aftur inn nema ein sem var kastað í jörðina. Það var hlaupið yfir hana og hún handleggsbrotnaði,“ segir Marín. „Mér finnst svo skrýtið að í fjölmiðlum kom fram að einungis tuttugu manns hefðu slasast, en vinkona mín var á spítala í níu klukkutíma og sagði að hún hefði ekki tölu á því hversu margir voru þar sem höfðu slasast þarna.“Hugsaði til barnanna sinna „Maður vill ekki að þetta eyðileggi næstu ferðalög og maður vill halda áfram að ferðast og njóta, en þetta setur samt strik í reikninginn. Við erum allar mæður og vorum mjög hræddar þegar þetta gerðist,“ segir Marín. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
„Ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Ég hélt í alvörunni að við værum að fara að deyja,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir flugfreyja en hún var stödd í London á föstudaginn þegar skelfing greip um sig meðal vegfarenda á Oxford street. Talið var að um skotárás eða hryðjuverk hefði verið að ræða, en lögreglan í London hefur ekki fundið neinar vísbendingar þess efnis. Marín Manda er ásamt sex vinkonum sínum í London og voru þær staddar á Carnaby street áður en atburðurinn átti sér stað. „Ég og ein önnur ákveðum að rölta aðeins á undan og lendum í haföldu af fólki. Fólk var hlaupandi og öskrandi „run, run, run“ og berjandi á rúður. Við heyrðum einhver hljóð sem hljómuðu eins og skothljóð,“ segir Marín Manda. Hún segir að það sé erfitt að útskýra hvernig upplifunin var, en hún var skelfileg. „Það stóð kona rétt hjá okkur með lítið barn í fanginu. Við heyrum í fólki koma hlaupandi með látum í áttina að okkur og litla barnið skellur í jörðina, með andlitið í stéttina og konan leggst nánast ofan á barnið sitt til að verja það. Fólk hljóp bara beint yfir barnið.“ Marín og vinkona hennar ætla sér að hjálpa konuninni, en hún segir að það hafi verið ógerningur vegna ástandsins sem ríkti. „Við hlaupum í gegnum neyðarútgang og erum komnar niður í einhvern kjallara. Það var fólk að berja á hurðarnar þarna og biðja okkur um að hleypa sér inn, en hurðarnar voru læstar. Vinkona mín sagði þá við mig að við ættum börn og að við yrðum að bjarga okkur. Það var þá sem ég áttaði mig á því að við værum í alvöru hættu.“„Viltu passa krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“ Þær földu sig í kjallaranum og ákváðu að segja ekki orð og hvísluðu sín á milli. „Við vissum ekki hvort einhver myndi birtast með hríðskotabyssu eða hvað svo ég ákvað að senda barnsföður mínum sem er í Danmörku með börnin okkar skilaboð. Ég sagði „viltu passa upp á krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“,“ segir Marín og bætir við að honum hafi eflaust þótt skilaboðin furðuleg þegar hann fékk þau. Stuttu síðar birtist öryggisvörður sem spyr þær hvernig þær hafi komist þangað og leiðir þær á endanum inn í verslun. „Fólkið í versluninni var grátandi en starfsfólkið vissi greinilega hvernig ætti að bregðast við og lokaði öllum útgöngum og hleypti engum inn né út.“ Þær voru í versluninni í um það bil klukutíma og fyrstu fréttir sem þær fengu voru að það hefði verið skotárás í versluninni Selfridges.Lögreglan lokaði götunni í kjölfarið af ringulreiðinni.Vísir/GettyHissa á fréttaflutningi „Ég er eiginlega hissa á því hvað fjölmiðlar hafa gert lítið úr þessu,“ segir Marín Manda. Hún segir að hún og allra vinkonur hennar hafi heyrt háa hvelli og að hræðslan og geðshræringin sem greip um fólk í kjölfarið hafið verið gríðarleg. „Hvaðan komu þessi hljóð þá?“ „Hinar vinkonur mínar voru að labba út af bar þegar allt þetta fólk kemur hlaupandi og öskrandi. Þær náðu allar að koma sér aftur inn nema ein sem var kastað í jörðina. Það var hlaupið yfir hana og hún handleggsbrotnaði,“ segir Marín. „Mér finnst svo skrýtið að í fjölmiðlum kom fram að einungis tuttugu manns hefðu slasast, en vinkona mín var á spítala í níu klukkutíma og sagði að hún hefði ekki tölu á því hversu margir voru þar sem höfðu slasast þarna.“Hugsaði til barnanna sinna „Maður vill ekki að þetta eyðileggi næstu ferðalög og maður vill halda áfram að ferðast og njóta, en þetta setur samt strik í reikninginn. Við erum allar mæður og vorum mjög hræddar þegar þetta gerðist,“ segir Marín.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira