Marín Manda: „Ég hélt í alvörunni að við værum að fara að deyja“ Þórdís Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 16:43 Marín Manda Magnúsdóttir var hrædd um líf sitt þegar skelfing greip um sig í London á föstudaginn. Vísir/aðsend/Getty „Ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Ég hélt í alvörunni að við værum að fara að deyja,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir flugfreyja en hún var stödd í London á föstudaginn þegar skelfing greip um sig meðal vegfarenda á Oxford street. Talið var að um skotárás eða hryðjuverk hefði verið að ræða, en lögreglan í London hefur ekki fundið neinar vísbendingar þess efnis. Marín Manda er ásamt sex vinkonum sínum í London og voru þær staddar á Carnaby street áður en atburðurinn átti sér stað. „Ég og ein önnur ákveðum að rölta aðeins á undan og lendum í haföldu af fólki. Fólk var hlaupandi og öskrandi „run, run, run“ og berjandi á rúður. Við heyrðum einhver hljóð sem hljómuðu eins og skothljóð,“ segir Marín Manda. Hún segir að það sé erfitt að útskýra hvernig upplifunin var, en hún var skelfileg. „Það stóð kona rétt hjá okkur með lítið barn í fanginu. Við heyrum í fólki koma hlaupandi með látum í áttina að okkur og litla barnið skellur í jörðina, með andlitið í stéttina og konan leggst nánast ofan á barnið sitt til að verja það. Fólk hljóp bara beint yfir barnið.“ Marín og vinkona hennar ætla sér að hjálpa konuninni, en hún segir að það hafi verið ógerningur vegna ástandsins sem ríkti. „Við hlaupum í gegnum neyðarútgang og erum komnar niður í einhvern kjallara. Það var fólk að berja á hurðarnar þarna og biðja okkur um að hleypa sér inn, en hurðarnar voru læstar. Vinkona mín sagði þá við mig að við ættum börn og að við yrðum að bjarga okkur. Það var þá sem ég áttaði mig á því að við værum í alvöru hættu.“„Viltu passa krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“ Þær földu sig í kjallaranum og ákváðu að segja ekki orð og hvísluðu sín á milli. „Við vissum ekki hvort einhver myndi birtast með hríðskotabyssu eða hvað svo ég ákvað að senda barnsföður mínum sem er í Danmörku með börnin okkar skilaboð. Ég sagði „viltu passa upp á krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“,“ segir Marín og bætir við að honum hafi eflaust þótt skilaboðin furðuleg þegar hann fékk þau. Stuttu síðar birtist öryggisvörður sem spyr þær hvernig þær hafi komist þangað og leiðir þær á endanum inn í verslun. „Fólkið í versluninni var grátandi en starfsfólkið vissi greinilega hvernig ætti að bregðast við og lokaði öllum útgöngum og hleypti engum inn né út.“ Þær voru í versluninni í um það bil klukutíma og fyrstu fréttir sem þær fengu voru að það hefði verið skotárás í versluninni Selfridges.Lögreglan lokaði götunni í kjölfarið af ringulreiðinni.Vísir/GettyHissa á fréttaflutningi „Ég er eiginlega hissa á því hvað fjölmiðlar hafa gert lítið úr þessu,“ segir Marín Manda. Hún segir að hún og allra vinkonur hennar hafi heyrt háa hvelli og að hræðslan og geðshræringin sem greip um fólk í kjölfarið hafið verið gríðarleg. „Hvaðan komu þessi hljóð þá?“ „Hinar vinkonur mínar voru að labba út af bar þegar allt þetta fólk kemur hlaupandi og öskrandi. Þær náðu allar að koma sér aftur inn nema ein sem var kastað í jörðina. Það var hlaupið yfir hana og hún handleggsbrotnaði,“ segir Marín. „Mér finnst svo skrýtið að í fjölmiðlum kom fram að einungis tuttugu manns hefðu slasast, en vinkona mín var á spítala í níu klukkutíma og sagði að hún hefði ekki tölu á því hversu margir voru þar sem höfðu slasast þarna.“Hugsaði til barnanna sinna „Maður vill ekki að þetta eyðileggi næstu ferðalög og maður vill halda áfram að ferðast og njóta, en þetta setur samt strik í reikninginn. Við erum allar mæður og vorum mjög hræddar þegar þetta gerðist,“ segir Marín. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Ég hélt í alvörunni að við værum að fara að deyja,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir flugfreyja en hún var stödd í London á föstudaginn þegar skelfing greip um sig meðal vegfarenda á Oxford street. Talið var að um skotárás eða hryðjuverk hefði verið að ræða, en lögreglan í London hefur ekki fundið neinar vísbendingar þess efnis. Marín Manda er ásamt sex vinkonum sínum í London og voru þær staddar á Carnaby street áður en atburðurinn átti sér stað. „Ég og ein önnur ákveðum að rölta aðeins á undan og lendum í haföldu af fólki. Fólk var hlaupandi og öskrandi „run, run, run“ og berjandi á rúður. Við heyrðum einhver hljóð sem hljómuðu eins og skothljóð,“ segir Marín Manda. Hún segir að það sé erfitt að útskýra hvernig upplifunin var, en hún var skelfileg. „Það stóð kona rétt hjá okkur með lítið barn í fanginu. Við heyrum í fólki koma hlaupandi með látum í áttina að okkur og litla barnið skellur í jörðina, með andlitið í stéttina og konan leggst nánast ofan á barnið sitt til að verja það. Fólk hljóp bara beint yfir barnið.“ Marín og vinkona hennar ætla sér að hjálpa konuninni, en hún segir að það hafi verið ógerningur vegna ástandsins sem ríkti. „Við hlaupum í gegnum neyðarútgang og erum komnar niður í einhvern kjallara. Það var fólk að berja á hurðarnar þarna og biðja okkur um að hleypa sér inn, en hurðarnar voru læstar. Vinkona mín sagði þá við mig að við ættum börn og að við yrðum að bjarga okkur. Það var þá sem ég áttaði mig á því að við værum í alvöru hættu.“„Viltu passa krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“ Þær földu sig í kjallaranum og ákváðu að segja ekki orð og hvísluðu sín á milli. „Við vissum ekki hvort einhver myndi birtast með hríðskotabyssu eða hvað svo ég ákvað að senda barnsföður mínum sem er í Danmörku með börnin okkar skilaboð. Ég sagði „viltu passa upp á krílin okkar, ég er ekki viss um að ég komist út úr þessu“,“ segir Marín og bætir við að honum hafi eflaust þótt skilaboðin furðuleg þegar hann fékk þau. Stuttu síðar birtist öryggisvörður sem spyr þær hvernig þær hafi komist þangað og leiðir þær á endanum inn í verslun. „Fólkið í versluninni var grátandi en starfsfólkið vissi greinilega hvernig ætti að bregðast við og lokaði öllum útgöngum og hleypti engum inn né út.“ Þær voru í versluninni í um það bil klukutíma og fyrstu fréttir sem þær fengu voru að það hefði verið skotárás í versluninni Selfridges.Lögreglan lokaði götunni í kjölfarið af ringulreiðinni.Vísir/GettyHissa á fréttaflutningi „Ég er eiginlega hissa á því hvað fjölmiðlar hafa gert lítið úr þessu,“ segir Marín Manda. Hún segir að hún og allra vinkonur hennar hafi heyrt háa hvelli og að hræðslan og geðshræringin sem greip um fólk í kjölfarið hafið verið gríðarleg. „Hvaðan komu þessi hljóð þá?“ „Hinar vinkonur mínar voru að labba út af bar þegar allt þetta fólk kemur hlaupandi og öskrandi. Þær náðu allar að koma sér aftur inn nema ein sem var kastað í jörðina. Það var hlaupið yfir hana og hún handleggsbrotnaði,“ segir Marín. „Mér finnst svo skrýtið að í fjölmiðlum kom fram að einungis tuttugu manns hefðu slasast, en vinkona mín var á spítala í níu klukkutíma og sagði að hún hefði ekki tölu á því hversu margir voru þar sem höfðu slasast þarna.“Hugsaði til barnanna sinna „Maður vill ekki að þetta eyðileggi næstu ferðalög og maður vill halda áfram að ferðast og njóta, en þetta setur samt strik í reikninginn. Við erum allar mæður og vorum mjög hræddar þegar þetta gerðist,“ segir Marín.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira