Innlent

Fjórir fluttir til aðhlynningar eftir bílveltu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ökumenn ættu að varast hálkuna.
Ökumenn ættu að varast hálkuna. VÍSIR/VILHELM
Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og aðhlynningar eftir að bíll þeirra valt út af Greindavíkurvegi upp úr miðnætti. Engin reyndist alvarlega slasaður.

Tildrög slyssins eru óljós, en hálka var á vettvangi.

Eitthvað var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu eftir að snjóa tók í gærkvöldi og einn bíll valt á Suðurlandsbrautinni, en engin slasaðist. Hreinsun gatna á höfuðborgarsvæðinu hófst klukkan fjögur í nótt og er allstaðar greiðfært, en víða hált.

Sjá einnig: Bílvelta á Suðurlandsbraut

Vegagerðin hefur þetta að segja um færð á vegum: 

Hálkublettir,  snjóþekja og éljagangur er nokkuð víða á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Hálka er á Hellisheiði.

Hálkublettir eða hálka er allvíða á Suðurlandi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 

Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja á vegum og sums staðar él eða skafrenningur.

Mikið er autt með suðausturströndinni en þó eru hálkublettir og hálka á köflum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×