Brynjar hættir á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2017 10:54 Víst er að margir eiga eftir að sakna Brynjars af Facebook, hvar hann hefur látið eitt og annað vaða sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Brynjar hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann sé hættur á Facebook. Víst er að hans á eftir að verða saknað af mörgum en ýmsir fjölmiðlar vaka yfir hverju hans orði á samskiptamiðlum og slá því upp enda þar oft á vísan að róa hvað varðar hneykslan tiltekinna hópa. Ástæðan er sú, að mati Brynjars, að margir þekki kaldhæðni aðeins af afspurn.Fólk þekkir ekki kaldhæðni nema af afspurn Brynjar greinir frá því, í kveðjupistli, að áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 hafi hann ekki verið á samskiptamiðlum og honum hafi bara liðið „fjandi vel.“ En, honum var tjáð að ekki þýddi að vera í stjórnmálum án þess að vera á Facebook sem væri kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru. Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð,“ segir Brynjar.Kveður af heilsufarsástæðum Nú er svo komið, að sögn þingmannsins, að hann ætlar að kveðja og það af heilsufarsástæðum. Hann segir að eiginkona hans muni gleðjast. „Og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast. Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.“ Stutt er síðan Brynjar birti kveðjupistil sinn og þegar hrannast upp ástar- og saknaðarkveðjur á Facebookvegg hans.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira