Finnur fyrir andlegri heilun á hlaupum Elín Albertsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 10:00 María Thelma Smáradóttir leikkona leikur í Risaeðlunum um þessar mundir. María Thelma Smáradóttir útskrifaðist sem leikkona fyrir rúmu ári. Hún vakti mikla athygli í þáttaröðinni Föngum og nú í Risaeðlunum í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta erlenda kvikmynd hennar, Arctic, verður frumsýnd fljótlega en hún var öll tekin upp á Íslandi. Áhugi Maríu Thelmu á leiklist vaknaði þegar hún fyrir tilviljun ákvað að skrá sig á leiklistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Það voru engir leikarar í ættinni og hún gekk ekki með leikaradraum í maganum frá barnsaldri. Eftir stúdentspróf sótti hún aftur um og flaug inn. Henni hefur vegnað vel og hún segist vera með hugann við hlutverk sitt sem Li Na í Risaeðlunum þessa dagana. „Á næstu dögum hefst undirbúningur fyrir annað verk hjá Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt verður í vor,“ segir hún. „Það er ýmislegt spennandi að gerast. Síðan styttist í frumsýningu á fyrstu erlendu kvikmyndinni minni, Arctic, sem var öll tekin upp á Íslandi í vor,“ segir María Thelma.Húshjálp í sendiherrabústað Þegar hún er spurð um hlutverkið í Risaeðlunum, svarar María Thelma. „Li Na stendur fyrir réttlætiskennd, misréttinn í samfélaginu, hið hreina og mannlega í heimi þar sem veruleikafirringin ræður ríkjum. Li Na er húshjálpin í sendiherrabústaðnum. Li Na er kínversk eftir sinni bestu vitund – eða þangað til annað kemur í ljós.“Er persónan sem þú leikur eitthvað lík þér sjálfri? „Maður fer ósjálfrátt að finna sameiginlegan flöt sem maður á með persónunni til þess að brúa bilið á milli sjálfs sín og hennar. Við eigum ýmislegt sameiginlegt. Við erum báðar með ríka réttlætiskennd og ég hef nýtt það sem drifkraft inn í persónuna. Við þekkjum það meðal annars báðar að upplifa ákveðinn ósýnileika vegna bakgrunns, annaðhvort á eigin skinni eða óbeint í gegnum aðra nákomna,“ svarar hún en María Thelma á taílenska móður og íslenskan föður og asískt útlit hennar hentar því hlutverkinu í Risaeðlunum vel. „Það eru nokkur hlutverk sem mig myndi langa til þess að leika í framtíðinni. Þau sem mér dettur snögglega í hug eru Múlan og hin grimma Medea,“ segir leikkonan. María Thelma segist vera svo heppin að starfa við það sem henni finnst vera skemmtilegast. „Þess utan hef ég stundað langhlaup í nokkur ár og ver miklum tíma á hlaupum. Bókstaflega. Ég hef einnig miklar mætur á Bíói Paradís. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara þangað og velja einhverja mynd af handahófi og láta koma mér á óvart,“ segir hún.María Thelma hefur haft nóg að gera frá útskrift úr leiklistardeild Listaháskólans.Tímalaus stíll Hún er þó ekkert mikið að fylgjast með tísku eða tískustraumum. „Nei, ég hugsa lítið um tískubylgjur og fylgi lítið nýjustu tískustraumum. Ég veit ekkert hvaða litir eru vinsælastir í dag eða hvernig vor og haustlínan liggur. En ég hef miklar skoðanir á fötum, hvaðan þau koma, hvernig þau eru sett saman og hvað þau segja um okkur sem einstaklinga. Ég kýs að fylgja ekki tísku eða trend-i, enda er enska orðið trend sprottið af hugmyndinni um að eitthvað sé flott og vinsælt í einhvern tíma en dettur svo út og verður úrelt. Ég hef ekki tíma til að eltast sérstaklega við það. Þess vegna fjárfesti ég í flíkum sem mér þykir tímalausar og eru algjörlega í takt við mig sjálfa. Ætli fatastíllinn minn einkennist ekki af asískum kúltúr og fáguðum gamaldags kápum og fylgihlutum. Ég klæði mig alltaf eftir innri líðan, ein af mínum kröfum sem ég hef gagnvart sjálfri mér er að vera frambærileg til fara. Mér finnst gaman að gramsa hér og þar í verslunum en á ekki neina sérstaka uppáhaldsbúð.“María Thelma í hlutverki sínu í Risaeðlunum sem húshjálpin. Með henni á myndinni eru Edda Björgvinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson.MYND/HÖRÐUR SVEINSSONAndleg heilun María Thelma fer ekki mikið út að skemmta sér, er mjög heimakær, að eigin sögn. Hún hugar hins vegar mikið að heilsunni og að fá nægan svefn fyrir morgunhlaupið. „Ég hef stundað bæði utanvega- og langhlaup í nokkur ár og sú ástundun hefur hvorki upphaf né endi. Hlaupið er ein af helstu undirstöðunum í lífi mínu og það litar allt í kringum mig til hins betra. Í hlaupinu finn ég mikla andlega heilun sem gerir það að verkum að ég get verið til staðar fyrir sjálfa mig og tekist á við daglegt amstur með skýrari fókus. Svo stunda ég box um helgar til að brjóta upp hlauparútínuna. Mér líður best þegar ég borða vel og þá sérstaklega í takt við hlaupið. Allur matur sem mun þjóna mér í hlaupinu mun einnig þjóna mér á öllum öðrum sviðum en uppáhaldsmaturinn minn er sushi. Hún segist fylgjast vel með tónlist enda alltaf í leit að einhverju til þess að eiga í sarp fyrir leiklistina, hvort sem henni finnst það góð tónlist eða ekki. „Tónlist finnst mér vera listform sem nær að fanga innra ástand manneskjunnar hvað best.“ María Thelma segist hlakka til jólanna og fagnar þeim. „Á mínu heimili eru jólin ferðalag út af fyrir sig.“ Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
María Thelma Smáradóttir útskrifaðist sem leikkona fyrir rúmu ári. Hún vakti mikla athygli í þáttaröðinni Föngum og nú í Risaeðlunum í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta erlenda kvikmynd hennar, Arctic, verður frumsýnd fljótlega en hún var öll tekin upp á Íslandi. Áhugi Maríu Thelmu á leiklist vaknaði þegar hún fyrir tilviljun ákvað að skrá sig á leiklistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Það voru engir leikarar í ættinni og hún gekk ekki með leikaradraum í maganum frá barnsaldri. Eftir stúdentspróf sótti hún aftur um og flaug inn. Henni hefur vegnað vel og hún segist vera með hugann við hlutverk sitt sem Li Na í Risaeðlunum þessa dagana. „Á næstu dögum hefst undirbúningur fyrir annað verk hjá Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt verður í vor,“ segir hún. „Það er ýmislegt spennandi að gerast. Síðan styttist í frumsýningu á fyrstu erlendu kvikmyndinni minni, Arctic, sem var öll tekin upp á Íslandi í vor,“ segir María Thelma.Húshjálp í sendiherrabústað Þegar hún er spurð um hlutverkið í Risaeðlunum, svarar María Thelma. „Li Na stendur fyrir réttlætiskennd, misréttinn í samfélaginu, hið hreina og mannlega í heimi þar sem veruleikafirringin ræður ríkjum. Li Na er húshjálpin í sendiherrabústaðnum. Li Na er kínversk eftir sinni bestu vitund – eða þangað til annað kemur í ljós.“Er persónan sem þú leikur eitthvað lík þér sjálfri? „Maður fer ósjálfrátt að finna sameiginlegan flöt sem maður á með persónunni til þess að brúa bilið á milli sjálfs sín og hennar. Við eigum ýmislegt sameiginlegt. Við erum báðar með ríka réttlætiskennd og ég hef nýtt það sem drifkraft inn í persónuna. Við þekkjum það meðal annars báðar að upplifa ákveðinn ósýnileika vegna bakgrunns, annaðhvort á eigin skinni eða óbeint í gegnum aðra nákomna,“ svarar hún en María Thelma á taílenska móður og íslenskan föður og asískt útlit hennar hentar því hlutverkinu í Risaeðlunum vel. „Það eru nokkur hlutverk sem mig myndi langa til þess að leika í framtíðinni. Þau sem mér dettur snögglega í hug eru Múlan og hin grimma Medea,“ segir leikkonan. María Thelma segist vera svo heppin að starfa við það sem henni finnst vera skemmtilegast. „Þess utan hef ég stundað langhlaup í nokkur ár og ver miklum tíma á hlaupum. Bókstaflega. Ég hef einnig miklar mætur á Bíói Paradís. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fara þangað og velja einhverja mynd af handahófi og láta koma mér á óvart,“ segir hún.María Thelma hefur haft nóg að gera frá útskrift úr leiklistardeild Listaháskólans.Tímalaus stíll Hún er þó ekkert mikið að fylgjast með tísku eða tískustraumum. „Nei, ég hugsa lítið um tískubylgjur og fylgi lítið nýjustu tískustraumum. Ég veit ekkert hvaða litir eru vinsælastir í dag eða hvernig vor og haustlínan liggur. En ég hef miklar skoðanir á fötum, hvaðan þau koma, hvernig þau eru sett saman og hvað þau segja um okkur sem einstaklinga. Ég kýs að fylgja ekki tísku eða trend-i, enda er enska orðið trend sprottið af hugmyndinni um að eitthvað sé flott og vinsælt í einhvern tíma en dettur svo út og verður úrelt. Ég hef ekki tíma til að eltast sérstaklega við það. Þess vegna fjárfesti ég í flíkum sem mér þykir tímalausar og eru algjörlega í takt við mig sjálfa. Ætli fatastíllinn minn einkennist ekki af asískum kúltúr og fáguðum gamaldags kápum og fylgihlutum. Ég klæði mig alltaf eftir innri líðan, ein af mínum kröfum sem ég hef gagnvart sjálfri mér er að vera frambærileg til fara. Mér finnst gaman að gramsa hér og þar í verslunum en á ekki neina sérstaka uppáhaldsbúð.“María Thelma í hlutverki sínu í Risaeðlunum sem húshjálpin. Með henni á myndinni eru Edda Björgvinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson.MYND/HÖRÐUR SVEINSSONAndleg heilun María Thelma fer ekki mikið út að skemmta sér, er mjög heimakær, að eigin sögn. Hún hugar hins vegar mikið að heilsunni og að fá nægan svefn fyrir morgunhlaupið. „Ég hef stundað bæði utanvega- og langhlaup í nokkur ár og sú ástundun hefur hvorki upphaf né endi. Hlaupið er ein af helstu undirstöðunum í lífi mínu og það litar allt í kringum mig til hins betra. Í hlaupinu finn ég mikla andlega heilun sem gerir það að verkum að ég get verið til staðar fyrir sjálfa mig og tekist á við daglegt amstur með skýrari fókus. Svo stunda ég box um helgar til að brjóta upp hlauparútínuna. Mér líður best þegar ég borða vel og þá sérstaklega í takt við hlaupið. Allur matur sem mun þjóna mér í hlaupinu mun einnig þjóna mér á öllum öðrum sviðum en uppáhaldsmaturinn minn er sushi. Hún segist fylgjast vel með tónlist enda alltaf í leit að einhverju til þess að eiga í sarp fyrir leiklistina, hvort sem henni finnst það góð tónlist eða ekki. „Tónlist finnst mér vera listform sem nær að fanga innra ástand manneskjunnar hvað best.“ María Thelma segist hlakka til jólanna og fagnar þeim. „Á mínu heimili eru jólin ferðalag út af fyrir sig.“
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira