Vetrarspá Siggu Kling – Nautið: Ekki taka ákvarðanir einn, tveir og þrír 3. nóvember 2017 09:00 Elsku Nautið mitt, þú ert ein eikin og þar af leiðandi oft erfitt að færa þig úr stað. Þú ert svo skapheit týpa og hefur geisla eldsins en hörku klakans, en enginn er tryggari en þú og þess vegna er sá heppinn sem þú elskar. Það er alveg sama hve marga mínusa sú manneskja hefur, þú Nautið mitt, breytir mínus í plús. Þó að þú hafir mikið afl og sért sterkt, þarftu að róa hugann og ekki taka ákvarðanir einn, tveir og þrír því það er eitthvað svo endanlegt þegar þú tekur ákvörðun. Það verður eitthvað svo erfitt að hnika þér til svo slepptu allri valdabaráttu og sýndu frekar eins mikla mildi og þú getur. Ekki láta alla vita hversu þrjóskt þú ert, heldur skaltu tileinka þér að gefa þeim tækifæri sem eru algjörlega á annarri skoðun en þú. Þú átt eftir að fyrirgefa þó að fólk sé ruddalegt í kringum þig því það er í eðli þínu að gefa öðrum séns og þú ert alltaf að hjálpa öðrum með ráðleggingum og speki um hvað þeim gengur vel, hvað þeir líta vel út og annað. Þetta kallast kærleikur, því þú elskar af lífi og sál og breiðir ástina út, en hættu að gráta þó þér finnist eitthvað hversdagslegt eða leiðinlegt. Þú verður að sjá að ömurlegt veður eða mikil sól eru bara eins og kaflaskipti í lífi þínu. Þig langar náttúrulega að hafa alla kaflana ánægjulega eða ástúðlega en þú lærir ekkert á því, svo þú skalt bara nota hugrekki þitt og staðfestu í að ráðast á það sem hindrar þig, annars verðurðu bara fórnarlamb. Þú ert algjört goð eða gyðja og gefur öðrum andlega uppbyggingu og þess vegna þarftu líka að sýna að þú getir skipt um skoðun á mönnum eða málefnum. Pláneta velgengninnar, sem er Júpíter, er svo sterk inni í orkunni þinni og gefur þér heppni. Þú þarft samt aðeins að hafa fyrir þessu sem er að gerast hjá þér á næstu mánuðum en fyrst og fremst að taka ákvörðun um hver þú ert og hvert þú vilt fara. Þú leitar að hamingjunni, en ég segi þér hún er beint fyrir framan þig! Setningin til þín er: Þar sem þú átt heima er hamingjan – Paradise City(Guns N' Roses)Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Elsku Nautið mitt, þú ert ein eikin og þar af leiðandi oft erfitt að færa þig úr stað. Þú ert svo skapheit týpa og hefur geisla eldsins en hörku klakans, en enginn er tryggari en þú og þess vegna er sá heppinn sem þú elskar. Það er alveg sama hve marga mínusa sú manneskja hefur, þú Nautið mitt, breytir mínus í plús. Þó að þú hafir mikið afl og sért sterkt, þarftu að róa hugann og ekki taka ákvarðanir einn, tveir og þrír því það er eitthvað svo endanlegt þegar þú tekur ákvörðun. Það verður eitthvað svo erfitt að hnika þér til svo slepptu allri valdabaráttu og sýndu frekar eins mikla mildi og þú getur. Ekki láta alla vita hversu þrjóskt þú ert, heldur skaltu tileinka þér að gefa þeim tækifæri sem eru algjörlega á annarri skoðun en þú. Þú átt eftir að fyrirgefa þó að fólk sé ruddalegt í kringum þig því það er í eðli þínu að gefa öðrum séns og þú ert alltaf að hjálpa öðrum með ráðleggingum og speki um hvað þeim gengur vel, hvað þeir líta vel út og annað. Þetta kallast kærleikur, því þú elskar af lífi og sál og breiðir ástina út, en hættu að gráta þó þér finnist eitthvað hversdagslegt eða leiðinlegt. Þú verður að sjá að ömurlegt veður eða mikil sól eru bara eins og kaflaskipti í lífi þínu. Þig langar náttúrulega að hafa alla kaflana ánægjulega eða ástúðlega en þú lærir ekkert á því, svo þú skalt bara nota hugrekki þitt og staðfestu í að ráðast á það sem hindrar þig, annars verðurðu bara fórnarlamb. Þú ert algjört goð eða gyðja og gefur öðrum andlega uppbyggingu og þess vegna þarftu líka að sýna að þú getir skipt um skoðun á mönnum eða málefnum. Pláneta velgengninnar, sem er Júpíter, er svo sterk inni í orkunni þinni og gefur þér heppni. Þú þarft samt aðeins að hafa fyrir þessu sem er að gerast hjá þér á næstu mánuðum en fyrst og fremst að taka ákvörðun um hver þú ert og hvert þú vilt fara. Þú leitar að hamingjunni, en ég segi þér hún er beint fyrir framan þig! Setningin til þín er: Þar sem þú átt heima er hamingjan – Paradise City(Guns N' Roses)Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira