Vetrarspá Siggu Kling – Tvíburinn: Með mjög viðkvæmt taugakerfi 3. nóvember 2017 09:00 Elsku Tvíburinn minn, nú eru kosningarnar búnar, sem betur fer fyrir okkur og þig. Þú ert svo skemmtilegur húmoristi, dásamlega aðlaðandi, en hundleiðinlegur ef þú heldur alvarlegar ræður. Þú hefur einstaka hæfileika og sagnagáfu og þess vegna ertu aldrei einn því fólk laðast að þér og vill hlusta á hvað þú hefur að segja. Þú skalt aldrei hugsa fyrirfram um hvað þú ætlar að segja, því ekkert er verra en Tvíburi sem setur allt í excel. Þá grefurðu þig í gröf fullkomleikans sem er ömurleg. Um leið og þú treystir á hversu orðheppinn þú ert er eins og orðin flæði í gegnum þig. Og þó þú vitir kannski alls ekki um hvað þú ert að tala hefurðu þann anda yfir þér að fólk bæði trúir á það sem þú segir og hlustar á þig Þú ert með mjög viðkvæmt taugakerfi og getur stefnt þér í tómt þunglyndi á stuttum tíma ef þú efast um sjálfan þig. Í eðli þínu heldurðu að þú þurfir að læra svo margt, en það er tómt kjaftæði - það eina sem þú þarft að skoða núna, með svo dásamlegan Merkúr inni í merkinu þínu, er að láta þig flæða og hugsa ekki fyrirfram um það sem þú ætlar að segja. Þú ert alltaf að skreyta allt í kringum þig, en þér er svo mikilvægt að breyta umhverfi þínu og heimili alveg eins og þú hefur áhuga á tilbreytingu í fötunum þínum. Það er mikil orka sem fylgir næstu mánuðum og þú hefur ekki efni á áhyggjum annarra því það dregur úr þeim krafti sem þú getur skapað. Já þú ert þinn skapari til að láta drauma þína rætast og þeir Tvíburar sem hanga í „hefðbundnum störfum“ drepast bara úr leiðindum. Hefðbundið er ömurlegt orð fyrir þig því þú þarft alltaf að hafa nýjustu tækni og eitthvað skemmtilegt í gangi en ert samt svo gömul sál; þegar þú ert ungur geturðu verið svolítið dómharður en hefur samt þá trú að allir geta látið drauma sína rætast. Sýndu öðrum og öllum í kringum þig einlægan áhuga. Það á eftir að koma þér á ótrúlega sterkt plan og í því er lykillinn að hamingjunni fólginn. Ef þú ert á lausu eða í óreglulegu sambandi þá ertu ekki viss hvort ástin sé að koma eða fara. Þú elskar af ástríðu eða þér getur verið skítsama, sem gerir þig að svo spennandi karakter og næstu mánuðir eru svo sannarlega spennandi því þú ert að uppskera ríkulega. Elskaðu ástina og draumana þína þá rætast þeir – I would do anything for love (Meat Loaf)Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, nú eru kosningarnar búnar, sem betur fer fyrir okkur og þig. Þú ert svo skemmtilegur húmoristi, dásamlega aðlaðandi, en hundleiðinlegur ef þú heldur alvarlegar ræður. Þú hefur einstaka hæfileika og sagnagáfu og þess vegna ertu aldrei einn því fólk laðast að þér og vill hlusta á hvað þú hefur að segja. Þú skalt aldrei hugsa fyrirfram um hvað þú ætlar að segja, því ekkert er verra en Tvíburi sem setur allt í excel. Þá grefurðu þig í gröf fullkomleikans sem er ömurleg. Um leið og þú treystir á hversu orðheppinn þú ert er eins og orðin flæði í gegnum þig. Og þó þú vitir kannski alls ekki um hvað þú ert að tala hefurðu þann anda yfir þér að fólk bæði trúir á það sem þú segir og hlustar á þig Þú ert með mjög viðkvæmt taugakerfi og getur stefnt þér í tómt þunglyndi á stuttum tíma ef þú efast um sjálfan þig. Í eðli þínu heldurðu að þú þurfir að læra svo margt, en það er tómt kjaftæði - það eina sem þú þarft að skoða núna, með svo dásamlegan Merkúr inni í merkinu þínu, er að láta þig flæða og hugsa ekki fyrirfram um það sem þú ætlar að segja. Þú ert alltaf að skreyta allt í kringum þig, en þér er svo mikilvægt að breyta umhverfi þínu og heimili alveg eins og þú hefur áhuga á tilbreytingu í fötunum þínum. Það er mikil orka sem fylgir næstu mánuðum og þú hefur ekki efni á áhyggjum annarra því það dregur úr þeim krafti sem þú getur skapað. Já þú ert þinn skapari til að láta drauma þína rætast og þeir Tvíburar sem hanga í „hefðbundnum störfum“ drepast bara úr leiðindum. Hefðbundið er ömurlegt orð fyrir þig því þú þarft alltaf að hafa nýjustu tækni og eitthvað skemmtilegt í gangi en ert samt svo gömul sál; þegar þú ert ungur geturðu verið svolítið dómharður en hefur samt þá trú að allir geta látið drauma sína rætast. Sýndu öðrum og öllum í kringum þig einlægan áhuga. Það á eftir að koma þér á ótrúlega sterkt plan og í því er lykillinn að hamingjunni fólginn. Ef þú ert á lausu eða í óreglulegu sambandi þá ertu ekki viss hvort ástin sé að koma eða fara. Þú elskar af ástríðu eða þér getur verið skítsama, sem gerir þig að svo spennandi karakter og næstu mánuðir eru svo sannarlega spennandi því þú ert að uppskera ríkulega. Elskaðu ástina og draumana þína þá rætast þeir – I would do anything for love (Meat Loaf)Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira