Sport

Ísland og Norður-Evrópa fá sér undankeppni fyrir næstu heimsleika í crossfit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku crossfit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Íslensku crossfit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/that_disco_biff
Dave Castro, yfirmaður heimsleikana í crossfit, tilkynnti í nótt um nokkrar breytingar á heimsleikunum á næsta ári en þetta gerði hann eftir CrossFit Invitational mótið sem fór fram í Ástralíu í nótt.

Breytingarnar að þessu sinni snúa að liðakeppni heimsleikanna og undankeppninni fyrir heimsleikana sem fara aftur fram í Madison í Wisconsin-fylki næsta haust.  Boxrox segir frá.

Nú verða aðeins fjórir í hverju liði í liðakeppni heimsleikanna í stað sex áður. Þetta gerir það að verkum að hægt er að búa til ennþá öflugri lið eða svokölluð súper-lið.

Íslenskt crossfit fólk hefur hingað til komist á leikana í gegn undankeppni Evrópu sem í raun hefur verið undankeppni alls Meridian svæðisins.

Nú verður Meridian svæðinu skipt upp í tvo hluta, Norður og Suður. Afríka og Miðausturlönd verða í suður-riðlinum og fá fjögur sæti á heimsleikunum en Ísland og Norður-Evrópulöndin keppa um fimm laus sæti í norðurhlutanum.

Það er einnig nýr Suður-Ameríkuriðill þar sem keppt er um eitt sæti hjá hvoru kyni.

Það eru einnig nokkrar tilfærslur í undankeppninni í Bandaríkjunum en heilt yfir má sjá þá þróun að crossfit er að vera útbreiddara um allan heim sem hefur kallað á það að auk möguleika fólks utan Bandaríkjanna að tryggja sig inn á heimsleikana.

Dave Castro endaði líka á því að segja opna hluti undankeppninnar verði mjög sérstakur árið 2018 án þess að fara nánar út í það. Crossfit fólk verður því að bíða spennt eftir að heyra fréttir af breytingum á fyrsta hluta keppninnar um hraustasta fólk heims.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×