Anníe Mist um styrk Evrópuliðsins í crossfit: Það hjálpar að við séum þrjú frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir mun keppa fyrir hönd Evrópu í liðakeppni heimsleikana í crossfit og hún var í viðtali á Twitter-síðu The CrossFit Games þar sem hún ræddi meðal um endurkomu sína í hóp bestu crossfit kvenna heims. Anníe Mist vann heimsleikana tvö ár í röð frá 2011 og 2012 og fékk síðan silfur 2010 og 2014. Hún hafði hinsvegar glímt við meiðsli og náði ekki sínu besta fram á heimsleikunum 2015 og 2016. Anníe Mist átti aftur á móti frábæra endurkomu á síðustu heimsleikum í ágúst þar sem hún vann bronsverðlaun og komst því um leið í fimmta sinn á pall á móti bestu crossfitara heims. Því hefur engin önnur kona náð.Let's go for a walk with the third-fittest woman on Earth @IcelandAnniepic.twitter.com/FoVgVqFCXu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 15, 2017 „Mér fannst ég vera klár líkamlega árin 2015 og 2016. Ég gat ekki stjórnað því sem gerðist árið 2015 og þurfti að hætta keppni,“ sagði Anníe Mist sem fékk þá hitaslag vegna hita og vökvataps. „Árið 2016 var ég í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í en ég held að ég hafi ekki verið komin í gegnum það andlega sem gerðist árið á undan. Ég var svo hrædd um að það sama gæti komið fyrir aftur,“ segir Anníe Mist í viðtalinu. „Ég komst loksins í gegnum þetta í ár. Mér fannst ég aldrei vera ekki nógu góð til að standa mig eða komast á pall þessi tvö ár. Þetta var bara eitthvað sem ég hafði ekki stjórn á,“ segir Anníe Mist. Caption this #meaningfulfistbump Moment captured by @heber_cannon A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 23, 2017 at 2:01pm PDT Spyrillinn fékk Anníe Mist til að bera saman keppnisstaði heimsleikana sem fluttu frá Karólínuríki í ár og fóru nú fram í Madison í Wisconsin. „Mér finnst frábært að ég hafi fengið að prófa þrjá mismunandi keppnisstaði á heimsleikunum,“ segir Anníe Mist sem segir að það hafi verið gott að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á litlum leikvangi en það hafi síðan verið risastórt skref að fara á stóra leikvanginn í Carson í Kaliforníu. „Það var frábært að skipta yfir til Madison. Ég á margar frábærar minningar frá Kaliforníu en ég á líka nokkrar slæmar. Það var mjög gott fyrir mig að komast á nýjan stað og byrja með hreinan skjöld. Mér fannst líka öll borgin í Madison vera á kafi í leikunum,“ sagði Anníe Mist. Every day is a new opportunity to get better, get closer to your goal no matter what it is. Just gotta be willing to put in the work #getbettereveryday Photo by @martsromero A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 17, 2017 at 7:22am PDT Evrópska liðið hefur titil að verja á CrossFit Invitational en hvað gerir evrópska liðið svona sterkt? „Við erum með frábæran hóp af íþróttamönnum en við þekkjum hvert annað líka vel. Við höfum keppt saman áður og svo eru þrjú okkar frá Íslandi. Ég er ekki vafa um að við eigum góða möguleika á að vinna í ár. Við erum líka öll ekki að stressa okkur mikið á hlutunum og hvetjum líka hvert annað,“ sagði Anníe Mist en með henni í Evrópuliðinu eru þau Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Jason Smith. Samantha Briggs þjálfar liðið.The Europe Team for the 2017 CrossFit Invitational will be comprised of four 2017 Meridian Regional athletes: https://t.co/GtIWk2fBII — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 5, 2017 Hvað er annars næst á dagskrá hjá Anníe Mist? „Ég hugsa vanalega ekki nema eitt ár fram í tímann og veit aldrei hvort ég ætli að mæta á næstu leika eða ekki. Mér leið rosalega vel eftir heimsleikana í ár og líkamlega og andlega er þetta eitt mitt allra besta ár á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist og bætti við: „Ég er enn að þroskast sem íþróttamaður og finnst að ég geti bætti mig ennþá. Þetta er svo jafnt við toppinn sem gerir þetta enn meira spennandi og skemmtilegt. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera á næsta ár. Ég er samt að æfa eins og ég ætla að halda áfram og ætla ekki að stoppa alveg strax. Ég held ekki að ég sé að fara neitt,“ sagði Anníe Mist brosandi. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan..@IcelandAnnie discusses her plans for the 2018 season and the upcoming CrossFit Invitational. pic.twitter.com/ubAiMISobk — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 24, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina. 8. ágúst 2017 10:30 Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil. 14. ágúst 2017 21:00 Anníe Mist bendir á magnaða staðreynd um íslensku dæturnar í crossfit Anníe Mist Þórisdóttir og íslensku crossfit stelpurnar voru enn á ný í hópi efstu kvenna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison um síðustu helgi. 10. ágúst 2017 12:00 Annie Mist setti heimsmet Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum hraustasta kona heims, setti í dag nýtt heimsmet. 4. september 2017 14:00 Ísland á 75 prósent af Evrópuliðinu í crossfit Ísland heldur upp evrópska liðinu í crossfit í ár en allir nema einn keppandi Evrópuliðsins á CrossFit Invitational í ár eru íslenskir. 5. október 2017 21:30 Tvær íslenskar crossfit dætur unnu saman og enginn annar átti möguleika Íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu parameistarar kvenna árið 2017 en það var ein af þremur hlutum liðakeppni crossfit samtakanna í ár. 9. október 2017 15:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir mun keppa fyrir hönd Evrópu í liðakeppni heimsleikana í crossfit og hún var í viðtali á Twitter-síðu The CrossFit Games þar sem hún ræddi meðal um endurkomu sína í hóp bestu crossfit kvenna heims. Anníe Mist vann heimsleikana tvö ár í röð frá 2011 og 2012 og fékk síðan silfur 2010 og 2014. Hún hafði hinsvegar glímt við meiðsli og náði ekki sínu besta fram á heimsleikunum 2015 og 2016. Anníe Mist átti aftur á móti frábæra endurkomu á síðustu heimsleikum í ágúst þar sem hún vann bronsverðlaun og komst því um leið í fimmta sinn á pall á móti bestu crossfitara heims. Því hefur engin önnur kona náð.Let's go for a walk with the third-fittest woman on Earth @IcelandAnniepic.twitter.com/FoVgVqFCXu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 15, 2017 „Mér fannst ég vera klár líkamlega árin 2015 og 2016. Ég gat ekki stjórnað því sem gerðist árið 2015 og þurfti að hætta keppni,“ sagði Anníe Mist sem fékk þá hitaslag vegna hita og vökvataps. „Árið 2016 var ég í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í en ég held að ég hafi ekki verið komin í gegnum það andlega sem gerðist árið á undan. Ég var svo hrædd um að það sama gæti komið fyrir aftur,“ segir Anníe Mist í viðtalinu. „Ég komst loksins í gegnum þetta í ár. Mér fannst ég aldrei vera ekki nógu góð til að standa mig eða komast á pall þessi tvö ár. Þetta var bara eitthvað sem ég hafði ekki stjórn á,“ segir Anníe Mist. Caption this #meaningfulfistbump Moment captured by @heber_cannon A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 23, 2017 at 2:01pm PDT Spyrillinn fékk Anníe Mist til að bera saman keppnisstaði heimsleikana sem fluttu frá Karólínuríki í ár og fóru nú fram í Madison í Wisconsin. „Mér finnst frábært að ég hafi fengið að prófa þrjá mismunandi keppnisstaði á heimsleikunum,“ segir Anníe Mist sem segir að það hafi verið gott að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á litlum leikvangi en það hafi síðan verið risastórt skref að fara á stóra leikvanginn í Carson í Kaliforníu. „Það var frábært að skipta yfir til Madison. Ég á margar frábærar minningar frá Kaliforníu en ég á líka nokkrar slæmar. Það var mjög gott fyrir mig að komast á nýjan stað og byrja með hreinan skjöld. Mér fannst líka öll borgin í Madison vera á kafi í leikunum,“ sagði Anníe Mist. Every day is a new opportunity to get better, get closer to your goal no matter what it is. Just gotta be willing to put in the work #getbettereveryday Photo by @martsromero A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Oct 17, 2017 at 7:22am PDT Evrópska liðið hefur titil að verja á CrossFit Invitational en hvað gerir evrópska liðið svona sterkt? „Við erum með frábæran hóp af íþróttamönnum en við þekkjum hvert annað líka vel. Við höfum keppt saman áður og svo eru þrjú okkar frá Íslandi. Ég er ekki vafa um að við eigum góða möguleika á að vinna í ár. Við erum líka öll ekki að stressa okkur mikið á hlutunum og hvetjum líka hvert annað,“ sagði Anníe Mist en með henni í Evrópuliðinu eru þau Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Jason Smith. Samantha Briggs þjálfar liðið.The Europe Team for the 2017 CrossFit Invitational will be comprised of four 2017 Meridian Regional athletes: https://t.co/GtIWk2fBII — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 5, 2017 Hvað er annars næst á dagskrá hjá Anníe Mist? „Ég hugsa vanalega ekki nema eitt ár fram í tímann og veit aldrei hvort ég ætli að mæta á næstu leika eða ekki. Mér leið rosalega vel eftir heimsleikana í ár og líkamlega og andlega er þetta eitt mitt allra besta ár á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist og bætti við: „Ég er enn að þroskast sem íþróttamaður og finnst að ég geti bætti mig ennþá. Þetta er svo jafnt við toppinn sem gerir þetta enn meira spennandi og skemmtilegt. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera á næsta ár. Ég er samt að æfa eins og ég ætla að halda áfram og ætla ekki að stoppa alveg strax. Ég held ekki að ég sé að fara neitt,“ sagði Anníe Mist brosandi. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan..@IcelandAnnie discusses her plans for the 2018 season and the upcoming CrossFit Invitational. pic.twitter.com/ubAiMISobk — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 24, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina. 8. ágúst 2017 10:30 Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil. 14. ágúst 2017 21:00 Anníe Mist bendir á magnaða staðreynd um íslensku dæturnar í crossfit Anníe Mist Þórisdóttir og íslensku crossfit stelpurnar voru enn á ný í hópi efstu kvenna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison um síðustu helgi. 10. ágúst 2017 12:00 Annie Mist setti heimsmet Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum hraustasta kona heims, setti í dag nýtt heimsmet. 4. september 2017 14:00 Ísland á 75 prósent af Evrópuliðinu í crossfit Ísland heldur upp evrópska liðinu í crossfit í ár en allir nema einn keppandi Evrópuliðsins á CrossFit Invitational í ár eru íslenskir. 5. október 2017 21:30 Tvær íslenskar crossfit dætur unnu saman og enginn annar átti möguleika Íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu parameistarar kvenna árið 2017 en það var ein af þremur hlutum liðakeppni crossfit samtakanna í ár. 9. október 2017 15:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Hjartnæm kveðja frá Annie Mist til stuðningsfólks síns Annie Mist Þórisdóttir er þriðja hraustasta kona heims eftir að hún vann til bronsverðlauna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison í Wisconsin-fylki um helgina. 8. ágúst 2017 10:30
Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil. 14. ágúst 2017 21:00
Anníe Mist bendir á magnaða staðreynd um íslensku dæturnar í crossfit Anníe Mist Þórisdóttir og íslensku crossfit stelpurnar voru enn á ný í hópi efstu kvenna á heimsleikunum í crossfit sem lauk í Madison um síðustu helgi. 10. ágúst 2017 12:00
Annie Mist setti heimsmet Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum hraustasta kona heims, setti í dag nýtt heimsmet. 4. september 2017 14:00
Ísland á 75 prósent af Evrópuliðinu í crossfit Ísland heldur upp evrópska liðinu í crossfit í ár en allir nema einn keppandi Evrópuliðsins á CrossFit Invitational í ár eru íslenskir. 5. október 2017 21:30
Tvær íslenskar crossfit dætur unnu saman og enginn annar átti möguleika Íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu parameistarar kvenna árið 2017 en það var ein af þremur hlutum liðakeppni crossfit samtakanna í ár. 9. október 2017 15:30