Evrópuliðið endaði í neðsta sæti á CrossFit Invitational Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2017 10:30 Evrópuliðið með þjálfara sínum Samönthu Briggs. Mynd/Instagram/bicepslikebriggs Ástralía eða Kyrrahafsliðið tryggði sér sigur á CrossFit Invitational mótinu sem fór fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Íslendingar áttu þrjá fulltrúa í Evrópuliðinu sem náði sér ekki á strik að þessu sinni en Evrópuliðið átti titil að verja frá því fyrir ári síðan. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir voru í liðinu ásamt Jason Smith. Evrópuliðið varð að sætta sig við neðsta sæti á mótinu í nótt en fjögur úrvalslið tóku þátt í CrossFit Invitational og var keppt í fimm æfingarunum.The @romwod Pacific Team is your 2017 Reebok CrossFit Invitational champion. Aussie! Aussie! Aussie! ???????????? pic.twitter.com/f3rWp0n4BF — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 5, 2017 Kyrrahafsliðið fékk 26 stig af 32 mögulegum eða sjö stigum meira en lið Kanada sem varð í öðru sæti. Bandaríska liðið varð í þriðja sæti með 10 stig og Evrópuliðið fékk bara 8 stig. Slæm byrjun fór alveg með möguleika Evrópuliðsins sem var aðeins komið með tvö stig samanlagt eftir fyrstu þrjár greinarnar. Kyrrahafsliðið vann tvær af fyrstu þremur greinunum en setti smá spennu í keppnina með því að ná sér ekki á strik í fjórðu greininni. Það var hinsvegar enginn spurning í lokagreininni þar sem Kyrrahafsliðið tryggði sér sigurinn með sannfærandi frammistöðu. Í fararbroddi hjá Kyrrahafsliðinu var hraustasta kona heims síðan á síðustu heimsleikum Tia-Clair Toomey. Hér fyrir neðan má horfa aftur á keppni næturinnar. CrossFit Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Ástralía eða Kyrrahafsliðið tryggði sér sigur á CrossFit Invitational mótinu sem fór fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Íslendingar áttu þrjá fulltrúa í Evrópuliðinu sem náði sér ekki á strik að þessu sinni en Evrópuliðið átti titil að verja frá því fyrir ári síðan. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir voru í liðinu ásamt Jason Smith. Evrópuliðið varð að sætta sig við neðsta sæti á mótinu í nótt en fjögur úrvalslið tóku þátt í CrossFit Invitational og var keppt í fimm æfingarunum.The @romwod Pacific Team is your 2017 Reebok CrossFit Invitational champion. Aussie! Aussie! Aussie! ???????????? pic.twitter.com/f3rWp0n4BF — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 5, 2017 Kyrrahafsliðið fékk 26 stig af 32 mögulegum eða sjö stigum meira en lið Kanada sem varð í öðru sæti. Bandaríska liðið varð í þriðja sæti með 10 stig og Evrópuliðið fékk bara 8 stig. Slæm byrjun fór alveg með möguleika Evrópuliðsins sem var aðeins komið með tvö stig samanlagt eftir fyrstu þrjár greinarnar. Kyrrahafsliðið vann tvær af fyrstu þremur greinunum en setti smá spennu í keppnina með því að ná sér ekki á strik í fjórðu greininni. Það var hinsvegar enginn spurning í lokagreininni þar sem Kyrrahafsliðið tryggði sér sigurinn með sannfærandi frammistöðu. Í fararbroddi hjá Kyrrahafsliðinu var hraustasta kona heims síðan á síðustu heimsleikum Tia-Clair Toomey. Hér fyrir neðan má horfa aftur á keppni næturinnar.
CrossFit Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira