Þóttist ætla í blaðamennsku til þess að komast á fund með Cosmopolitan Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. október 2017 14:30 Frumkvöðullinn Svandís Ósk Gestsdóttir stofnaði húðvörufyrirtækið SkinBoss fyrir tveimur árum en hún vinnur nú að því að koma vörum sínum á markað erlendis. Svandís Ósk Gestsdóttir er frumkvöðull sem setti á markað kaffiskrúbb sem slegið hefur í gegn hér á landi. Hún er eigandi húðvörufyrirtækisins SkinBoss sem er núna með þrjár húðvörur á markaði og ein í viðbót fer í sölu í næsta mánuði. Í upphafi ætlaði hún aðeins laga eigin húðvandamál og gerði sér alls ekki grein fyrir því hvað vörurnar ættu eftir að gagnast mörgum.Ekkert virkaði„Ég var með ótrúlega mikið exem, ég var með sár alveg ofan í kjöt á lærunum. Ég reyndi allt en ekkert virkaði. Á þessum tíma vann ég í apóteki og sá þar að fullt af fólki var að koma þangað í sömu stöðu og ég.“ Svandís hafði hitt lækna og reynt ýmislegt þegar hún áttaði sig á því að hún gat náð ágætum árangri með exemið sitt með líkamsskrúbb. „En það voru fullt af efnum í honum sem ertu líka húðina um leið. Ég varð aðeins betri en efnin höfðu líka neikvæð áhrif, mér sveið líka í exemið. Það var þá sem ég hugsaði hvort það væri ekki hægt að gera skrúbb sem er hreinn og án óþarfa aukaefna.“ Það var þá sem hún ákvað að reyna að búa sjálf til sinn eigin skrúbb til þess að laga húðina og exemið. „Ég er af grasalæknaættum þannig að ég nýtti mér þessar rætur og fór aðeins að grúska í þessu. Formúlan sem ég gerði fyrst innihélt ekki kaffi en var samt nóg til þess að losa mig við exemblettina á þremur mánuðum, exem sem ég var búin að vera með í rúm fjögur ár. Svo sá ég líka að þegar ég notaði þetta var appelsínuhúðin að hverfa og húðin var ljómandi og stinn.“Svandís bjó til fyrstu vöruna sína þegar hún leitaði að lausn fyrir eigin húðvandamál.Vinkonurnar vildu prófaVinkonur Svandísar sáu árangurinn og vildu endilega fá að prófa skrúbbinn. „Sumar þeirra voru með húðvandamál, aðrar appelsínuhúð eða eitthvað annað sem þær vildu vinna á. Þær voru svo líka allar að sjá ótrúlega góðan árangur og þá byrjaði ég að þróa vöruna ennþá meira.“ Þetta var fyrir átta árum síðan. „Ég bætti þá við kaffi þar sem það gerir ótrúlega mikið fyrir húðina. Þetta varð frumraunin að kaffiskrúbbnum.“ Svandís heldur einkennum exemsins ennþá niðri í dag með því að nota kaffiskrúbbinn. Svandís stofnaði svo fyrirtækið sitt árið 2014 og setti svo skrúbbinn á markað í nóvember 2015. Vörulínan hennar er „cruelty free” og er mótuð með blöndu af lífrænum og náttúrulegum innihaldsefnum.Tínir jurtir á sumrin„Ég var búin að þróa formúlurnar í mörg ár en þegar ég sagði upp vinnunni minni þá fór allt að gerast. Ég hafði sagt upp vinnunni minni fyrir sumarið og eyddi svo sumrinu öllu í að tína jurtir. Ég fékk svo styrk og valdi verksmiðju og var byrjuð að framleiða og selja í nóvember.“ Það var Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sem veitti Svandísi styrk í þetta verkefni en þá höfðu aðrir hafnað styrkumsóknum hennar. „Ég fékk styrk af því að formúlan er svo sérstök, þetta er svo hreint og ég er að tína jurtirnar sjálf. Á sumrin tíni ég birki, blóðberg og fleira uppi á fjöllum. Á rúmum sex vikum tíni ég jurtir fyrir allt árið, þetta er gífurlegt magn.“ Skinboss má finna á Facebook, Snapchat og Instagram sem @skinboss.isÚr einkasafni Svandís tínir jurtir á leynistað langt frá allri umferð og mengun. Það gæti komið fólki á óvart að Svandís er ekki með starfsfólk og er því eini starfsmaður fyrirtækisins. Svandís tínir jurtirnar, framleiðir vörurnar, merkir pakkningar, pakkar vörunum, keyrir þær í verslanir, sendir þær á viðskiptavini og þess á milli reynir hún að kynna fyrirtækið og koma vörunum á framfæri. „Ég er ein í þessu en fæ stundum hjálp frá fjölskyldunni við að tína eða pakka inn þegar það er brjálað að gera.Vörurnar eru allar framleiddar á Íslandi í frumkvöðlasetrinu Eldey. Ég mun þurfa starfsmenn þegar ég get ráðið, en ég set allan peninginn alltaf beint inn í fyrirtækið og er búin að stækka lagerinn og er byrjuð að færa út kvíarnar.“ Þegar Svandís hafði sett á markað kaffiskrúbbinn sinn fylgdi Vatnajökull detox baðsalt og Claybabe andlitsmaski fljótt á eftir „Ég er búin að þróa þrettán vöruflokka og þetta eru allt hreinar vörur án allra aukaefna.“Hafði trú á sjálfri sér Svandís segir að það sé nauðsynlegt að hafa trú á sjálfum sér í svona rekstri og taka áhættuna á því að aðrir kunni að meta vörurnar. „Fyrir hverja vöru sem ég set á markað þarf ég að kaupa gríðarlega mikið magn af umbúðum í einu. Fyrir vöruna sem er tilbúin og kemur í búðir bráðum, keypti ég 10.000 pakkningar. Þetta eru ótrúlega háar fjárhæðir svo í stað þess að ráða starfsfólk vinn ég frekar allan sólahringinn ef þarf til þess að geta komið vörunni af stað.“ Hún var frá upphafi viss um að vörurnar myndu slá í gegn og hræddist ekkert að leggja allt sitt undir og gerast frumkvöðull. „Ég vissi að þessu yrði tekið vel. Kaffiskrúbburinn gerir svo mikið eftir bara eina sturtu og það eru svo fáar þannig vörur á markaðnum. Þegar ég vann í apóteki sá ég hversu margar vörur eru með lítið af virkum innihaldsefnum, oft er hátt hlutfall af vatni og uppfyllingarefnum. Kaffiskrúbburinn er hundrað prósent virk efni og hann er meira að segja sofandi, þegar þú setur vatn í hann þá kviknar á virkninni.“Úr einkasafniErfitt að selja erlendis SkinBoss er selt í verslunum víða um landið og í netverslun. Hún setur SkinBoss vörur þó ekki til sölu í hvaða verslun sem er og hikar ekki við að hafna söluaðilum sem óska eftir því að selja fyrir hana. Ég er meðal annars með vörurnar mínar í fríhöfninni, Maí verslun, Hrím, Epal og Akkúrat. „Ég vil bara vera með þetta í flottum snyrtivörubúðum eða hönnunarverslunum þar sem fólk gefur sér tíma til þess að skoða vöruna.“ Núna er Svandís að vinna í því að koma vörunum sínum í sölu í Frakklandi og í London. Hún segir að íslenski markaðurinn sé lítill en það sé margt sem geri það erfitt að selja vörurnar erlendis. „Það er ótrúlega dýrt fyrir mig að senda út. Sendingarkostnaður er eitthvað sem að truflar, það vantar svo vöruhótel fyrir íslenskar vörur í Evrópu. Þá myndum við geta haft lagar þar og sent heilan gám að vörum og vörulagerinn myndi svo þjónusta við að koma vörunum áfram. Ég er í viðræðum við Íslandsstofu varðandi þetta. Það þarf að finna út úr þessu og þetta myndi hjálpa svo mörgum. Það er fullt af spennandi fyrirtækjum hérna heima að gera skemmtilegar vörur og það er alveg eftirspurn eftir þeim.“ Svandís segir að það væri tilvalið að setja upp vöruhótel í London þar sem sendingarleiðir væru frábærar.Svandís fór til London með fulla tösku af vörum.Fór krókaleiðir til þess að hitta ritstjórann „Ég er búin að fá Gullstjörnuna, Nýtt Líf snyrtivöruverðlaunin, en í vor var ég að hugsa um næstu skref fyrir mig. Ég vildi gera eitthvað svo erlendur markaður sjái vöruna og ég gæti átt möguleika á að fá snyrtivöruverðlaun frá þeim. „Ég sá auglýst í Cosmopolitan blaði að tímaritið væri að bjóða til sín stúlkum sem hefðu áhuga á að gerast blaðamenn hjá tímaritinu. Þarna voru fjórar aðalskvísurnar hjá Cosmopolitan; ritstjórinn, stílisti blaðsins, vefstjórinn og Ingeborg van Lotringen sem er yfir öllu sem tengist snyrtivörum. Ég skráði mig og vinkonu mína og svo mættum við á þennan viðburð.“ Svandís segir að það hafi verið stressandi að mæta þangað á fölskum forsendum en hún tók með sér stóran gjafakassa fyrir þær. Sjálf hefur hún lesið tímaritið síðan á unglingsárum. „Eftir að þetta var búið gafst öllum kost á að hitta þær og ég fór þá og sagði sannleikann, að ég hefði mætt sem trójuhestur til þess að koma vörunum sjálf í hendurnar á þeim. Þeim fannst þetta frábært, þær höfðu talað um það á fyrirlestrum sínum fyrr um kvöldið hvað það væri mikilvægt að taka áhættu og hugsa út fyrir boxið.“ Eftir viðburðinn sagði Farrah Storr ritstjóri Cosmopolitan frá þessari uppákomu á Instagram og merkti Skinboss á mynd sem hún birti af baðsaltinu hennar Svandísar. Total respect for all the readers who came and hustled at our Self Made session on Monday night. But a special shout out to @skinboss.is who flew all the way from Iceland to be there, then pretended she was interested in getting into journalism just so she could put her product in front of me @amygrier17 @cosmobeautyboss and @claire_hodge I had a bath in this last night and it was GLORIOUS. A post shared by Farrah Storr (@farrahstorr) on Aug 16, 2017 at 11:54am PDT Kaffiskrúbbarnir á tískusýninguSvandís fór svo aftur út og hitti þær á sérstökum PR fundi og mætti þá boðin og þurfti þá ekkert að ljúga neinu til þess að geta hitt þær. Segir hún að tengslanetið sitt úti hafi stækkað mikið en þetta ævintýri hjálpaði svo Svandísi að koma kaffiskrúbbnum sínum inn á tískusýningu á tískuvikunni í London í september síðastliðnum. „Ég hafði byrjað samningaviðræðum í apríl við hönnuð varðandi London Fashion Week, ég vildi komast í gjafapokann sem boðsgestir fá á tískusýningum. Þetta er fólk sem hefur áhrif. Nú er ég í viðræðum við eina flottustu snyrtivöruverslunina í Bretlandi um að taka inn SkinBoss.“ Mikil leynd hvílir yfir þessu en lokafundurinn mun fara fram í desember eða janúar. Nafnið á vörunni er alþjóðlegt og telur Svandís að það verði ekki erfitt að selja hana erlendis. „SkinBoss eru húðvörur sem snúast um að taka stjórn á húðinni.“Svandís leysir af og kennir spinning og buttlift hóptíma í Lífsstíl Keflavík en hreyfing spilar stórt hlutverk í hennar lífsstíl.Úr einkasafniLengi langað að bloggaÁ meðan Svandís var á Tískuvikunni í London stökk hún heim til Íslands á spennandi fund. „Ísland er heiðursgestur á jólamarkaðnum í Strasbourg í ár og SkinBoss var eitt af 20 fyrirtækjunum sem var boðið af íslenska sendiráðinu í Frakklandi að taka þátt.“ Svandís fer út í lok nóvember og verður með bás á jólamarkaðnum í þrjár vikur. Í kjölfarið fara vörurnar í sölu í Lafayette, franskri snyrtivöruverslun. „Ég ætla líka á skemmtilega viðskiptafundi á meðan ég er þarna.“ Hún viðurkennir að það sé mikið að gera núna en hún notar detox og líkamsrækt til þess að endurstilla líkamann og draga úr streitu. Í dag opnaði hún síðuna Nordiclifestyle.is en hana hafði lengi langað til þess að blogga um allt tengt húðinni og þau ævintýri sem hún er að lenda í. „Ég var að opna bloggsíðu þar sem ég ætla að skrifa um húðvörur, umhirðu húðarinnar og fleira skemmtilegt.“ Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Svandís Ósk Gestsdóttir er frumkvöðull sem setti á markað kaffiskrúbb sem slegið hefur í gegn hér á landi. Hún er eigandi húðvörufyrirtækisins SkinBoss sem er núna með þrjár húðvörur á markaði og ein í viðbót fer í sölu í næsta mánuði. Í upphafi ætlaði hún aðeins laga eigin húðvandamál og gerði sér alls ekki grein fyrir því hvað vörurnar ættu eftir að gagnast mörgum.Ekkert virkaði„Ég var með ótrúlega mikið exem, ég var með sár alveg ofan í kjöt á lærunum. Ég reyndi allt en ekkert virkaði. Á þessum tíma vann ég í apóteki og sá þar að fullt af fólki var að koma þangað í sömu stöðu og ég.“ Svandís hafði hitt lækna og reynt ýmislegt þegar hún áttaði sig á því að hún gat náð ágætum árangri með exemið sitt með líkamsskrúbb. „En það voru fullt af efnum í honum sem ertu líka húðina um leið. Ég varð aðeins betri en efnin höfðu líka neikvæð áhrif, mér sveið líka í exemið. Það var þá sem ég hugsaði hvort það væri ekki hægt að gera skrúbb sem er hreinn og án óþarfa aukaefna.“ Það var þá sem hún ákvað að reyna að búa sjálf til sinn eigin skrúbb til þess að laga húðina og exemið. „Ég er af grasalæknaættum þannig að ég nýtti mér þessar rætur og fór aðeins að grúska í þessu. Formúlan sem ég gerði fyrst innihélt ekki kaffi en var samt nóg til þess að losa mig við exemblettina á þremur mánuðum, exem sem ég var búin að vera með í rúm fjögur ár. Svo sá ég líka að þegar ég notaði þetta var appelsínuhúðin að hverfa og húðin var ljómandi og stinn.“Svandís bjó til fyrstu vöruna sína þegar hún leitaði að lausn fyrir eigin húðvandamál.Vinkonurnar vildu prófaVinkonur Svandísar sáu árangurinn og vildu endilega fá að prófa skrúbbinn. „Sumar þeirra voru með húðvandamál, aðrar appelsínuhúð eða eitthvað annað sem þær vildu vinna á. Þær voru svo líka allar að sjá ótrúlega góðan árangur og þá byrjaði ég að þróa vöruna ennþá meira.“ Þetta var fyrir átta árum síðan. „Ég bætti þá við kaffi þar sem það gerir ótrúlega mikið fyrir húðina. Þetta varð frumraunin að kaffiskrúbbnum.“ Svandís heldur einkennum exemsins ennþá niðri í dag með því að nota kaffiskrúbbinn. Svandís stofnaði svo fyrirtækið sitt árið 2014 og setti svo skrúbbinn á markað í nóvember 2015. Vörulínan hennar er „cruelty free” og er mótuð með blöndu af lífrænum og náttúrulegum innihaldsefnum.Tínir jurtir á sumrin„Ég var búin að þróa formúlurnar í mörg ár en þegar ég sagði upp vinnunni minni þá fór allt að gerast. Ég hafði sagt upp vinnunni minni fyrir sumarið og eyddi svo sumrinu öllu í að tína jurtir. Ég fékk svo styrk og valdi verksmiðju og var byrjuð að framleiða og selja í nóvember.“ Það var Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sem veitti Svandísi styrk í þetta verkefni en þá höfðu aðrir hafnað styrkumsóknum hennar. „Ég fékk styrk af því að formúlan er svo sérstök, þetta er svo hreint og ég er að tína jurtirnar sjálf. Á sumrin tíni ég birki, blóðberg og fleira uppi á fjöllum. Á rúmum sex vikum tíni ég jurtir fyrir allt árið, þetta er gífurlegt magn.“ Skinboss má finna á Facebook, Snapchat og Instagram sem @skinboss.isÚr einkasafni Svandís tínir jurtir á leynistað langt frá allri umferð og mengun. Það gæti komið fólki á óvart að Svandís er ekki með starfsfólk og er því eini starfsmaður fyrirtækisins. Svandís tínir jurtirnar, framleiðir vörurnar, merkir pakkningar, pakkar vörunum, keyrir þær í verslanir, sendir þær á viðskiptavini og þess á milli reynir hún að kynna fyrirtækið og koma vörunum á framfæri. „Ég er ein í þessu en fæ stundum hjálp frá fjölskyldunni við að tína eða pakka inn þegar það er brjálað að gera.Vörurnar eru allar framleiddar á Íslandi í frumkvöðlasetrinu Eldey. Ég mun þurfa starfsmenn þegar ég get ráðið, en ég set allan peninginn alltaf beint inn í fyrirtækið og er búin að stækka lagerinn og er byrjuð að færa út kvíarnar.“ Þegar Svandís hafði sett á markað kaffiskrúbbinn sinn fylgdi Vatnajökull detox baðsalt og Claybabe andlitsmaski fljótt á eftir „Ég er búin að þróa þrettán vöruflokka og þetta eru allt hreinar vörur án allra aukaefna.“Hafði trú á sjálfri sér Svandís segir að það sé nauðsynlegt að hafa trú á sjálfum sér í svona rekstri og taka áhættuna á því að aðrir kunni að meta vörurnar. „Fyrir hverja vöru sem ég set á markað þarf ég að kaupa gríðarlega mikið magn af umbúðum í einu. Fyrir vöruna sem er tilbúin og kemur í búðir bráðum, keypti ég 10.000 pakkningar. Þetta eru ótrúlega háar fjárhæðir svo í stað þess að ráða starfsfólk vinn ég frekar allan sólahringinn ef þarf til þess að geta komið vörunni af stað.“ Hún var frá upphafi viss um að vörurnar myndu slá í gegn og hræddist ekkert að leggja allt sitt undir og gerast frumkvöðull. „Ég vissi að þessu yrði tekið vel. Kaffiskrúbburinn gerir svo mikið eftir bara eina sturtu og það eru svo fáar þannig vörur á markaðnum. Þegar ég vann í apóteki sá ég hversu margar vörur eru með lítið af virkum innihaldsefnum, oft er hátt hlutfall af vatni og uppfyllingarefnum. Kaffiskrúbburinn er hundrað prósent virk efni og hann er meira að segja sofandi, þegar þú setur vatn í hann þá kviknar á virkninni.“Úr einkasafniErfitt að selja erlendis SkinBoss er selt í verslunum víða um landið og í netverslun. Hún setur SkinBoss vörur þó ekki til sölu í hvaða verslun sem er og hikar ekki við að hafna söluaðilum sem óska eftir því að selja fyrir hana. Ég er meðal annars með vörurnar mínar í fríhöfninni, Maí verslun, Hrím, Epal og Akkúrat. „Ég vil bara vera með þetta í flottum snyrtivörubúðum eða hönnunarverslunum þar sem fólk gefur sér tíma til þess að skoða vöruna.“ Núna er Svandís að vinna í því að koma vörunum sínum í sölu í Frakklandi og í London. Hún segir að íslenski markaðurinn sé lítill en það sé margt sem geri það erfitt að selja vörurnar erlendis. „Það er ótrúlega dýrt fyrir mig að senda út. Sendingarkostnaður er eitthvað sem að truflar, það vantar svo vöruhótel fyrir íslenskar vörur í Evrópu. Þá myndum við geta haft lagar þar og sent heilan gám að vörum og vörulagerinn myndi svo þjónusta við að koma vörunum áfram. Ég er í viðræðum við Íslandsstofu varðandi þetta. Það þarf að finna út úr þessu og þetta myndi hjálpa svo mörgum. Það er fullt af spennandi fyrirtækjum hérna heima að gera skemmtilegar vörur og það er alveg eftirspurn eftir þeim.“ Svandís segir að það væri tilvalið að setja upp vöruhótel í London þar sem sendingarleiðir væru frábærar.Svandís fór til London með fulla tösku af vörum.Fór krókaleiðir til þess að hitta ritstjórann „Ég er búin að fá Gullstjörnuna, Nýtt Líf snyrtivöruverðlaunin, en í vor var ég að hugsa um næstu skref fyrir mig. Ég vildi gera eitthvað svo erlendur markaður sjái vöruna og ég gæti átt möguleika á að fá snyrtivöruverðlaun frá þeim. „Ég sá auglýst í Cosmopolitan blaði að tímaritið væri að bjóða til sín stúlkum sem hefðu áhuga á að gerast blaðamenn hjá tímaritinu. Þarna voru fjórar aðalskvísurnar hjá Cosmopolitan; ritstjórinn, stílisti blaðsins, vefstjórinn og Ingeborg van Lotringen sem er yfir öllu sem tengist snyrtivörum. Ég skráði mig og vinkonu mína og svo mættum við á þennan viðburð.“ Svandís segir að það hafi verið stressandi að mæta þangað á fölskum forsendum en hún tók með sér stóran gjafakassa fyrir þær. Sjálf hefur hún lesið tímaritið síðan á unglingsárum. „Eftir að þetta var búið gafst öllum kost á að hitta þær og ég fór þá og sagði sannleikann, að ég hefði mætt sem trójuhestur til þess að koma vörunum sjálf í hendurnar á þeim. Þeim fannst þetta frábært, þær höfðu talað um það á fyrirlestrum sínum fyrr um kvöldið hvað það væri mikilvægt að taka áhættu og hugsa út fyrir boxið.“ Eftir viðburðinn sagði Farrah Storr ritstjóri Cosmopolitan frá þessari uppákomu á Instagram og merkti Skinboss á mynd sem hún birti af baðsaltinu hennar Svandísar. Total respect for all the readers who came and hustled at our Self Made session on Monday night. But a special shout out to @skinboss.is who flew all the way from Iceland to be there, then pretended she was interested in getting into journalism just so she could put her product in front of me @amygrier17 @cosmobeautyboss and @claire_hodge I had a bath in this last night and it was GLORIOUS. A post shared by Farrah Storr (@farrahstorr) on Aug 16, 2017 at 11:54am PDT Kaffiskrúbbarnir á tískusýninguSvandís fór svo aftur út og hitti þær á sérstökum PR fundi og mætti þá boðin og þurfti þá ekkert að ljúga neinu til þess að geta hitt þær. Segir hún að tengslanetið sitt úti hafi stækkað mikið en þetta ævintýri hjálpaði svo Svandísi að koma kaffiskrúbbnum sínum inn á tískusýningu á tískuvikunni í London í september síðastliðnum. „Ég hafði byrjað samningaviðræðum í apríl við hönnuð varðandi London Fashion Week, ég vildi komast í gjafapokann sem boðsgestir fá á tískusýningum. Þetta er fólk sem hefur áhrif. Nú er ég í viðræðum við eina flottustu snyrtivöruverslunina í Bretlandi um að taka inn SkinBoss.“ Mikil leynd hvílir yfir þessu en lokafundurinn mun fara fram í desember eða janúar. Nafnið á vörunni er alþjóðlegt og telur Svandís að það verði ekki erfitt að selja hana erlendis. „SkinBoss eru húðvörur sem snúast um að taka stjórn á húðinni.“Svandís leysir af og kennir spinning og buttlift hóptíma í Lífsstíl Keflavík en hreyfing spilar stórt hlutverk í hennar lífsstíl.Úr einkasafniLengi langað að bloggaÁ meðan Svandís var á Tískuvikunni í London stökk hún heim til Íslands á spennandi fund. „Ísland er heiðursgestur á jólamarkaðnum í Strasbourg í ár og SkinBoss var eitt af 20 fyrirtækjunum sem var boðið af íslenska sendiráðinu í Frakklandi að taka þátt.“ Svandís fer út í lok nóvember og verður með bás á jólamarkaðnum í þrjár vikur. Í kjölfarið fara vörurnar í sölu í Lafayette, franskri snyrtivöruverslun. „Ég ætla líka á skemmtilega viðskiptafundi á meðan ég er þarna.“ Hún viðurkennir að það sé mikið að gera núna en hún notar detox og líkamsrækt til þess að endurstilla líkamann og draga úr streitu. Í dag opnaði hún síðuna Nordiclifestyle.is en hana hafði lengi langað til þess að blogga um allt tengt húðinni og þau ævintýri sem hún er að lenda í. „Ég var að opna bloggsíðu þar sem ég ætla að skrifa um húðvörur, umhirðu húðarinnar og fleira skemmtilegt.“
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira