Svaf í fötunum með ólæsta hurð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2017 18:30 Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira