Heldur kosningapartí á Tenerife Guðný Hrönn skrifar 27. október 2017 12:15 Herdís og Sævar fá gesti á öllum aldri á Nostalgiu. Hér eru þau ásamt yngsta gestinum sem heimsótt hefur barinn. „Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira