Innlent

Hálka og lokanir á Hellisheiði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það má gera ráð fyrir hálkublettum á heiðinni í dag.
Það má gera ráð fyrir hálkublettum á heiðinni í dag. Vísir/Anton
Vegagerðin mun vinna að viðgerðum á Hellisheiði milli Kamba og Þrengslavegar í dag. Lokað verður fyrir umferð til Reykjavíkur um Hellisheiði við Hveragerði og umferð beint um Þrengsli. Vinnan fer fram frá klukkan 9:00 til 14:00.

Þá verður jafnframt unnið við viðgerðir á ytri akrein milli Lögbergsbrekku og Bláfallaafleggjara. Þrengt verður að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þarf á meðan framkvæmdum stendur. Vinnan fer fram frá kl. 14:00 og fram eftir degi.

Á vef Vegagerðarinnar kemur einnig fram að hálkublettir séu nú á Hellisheiði og á nokkrum útvegum á Suðurlandi og Reykjanesi. Hálka er að sama skapi á Nesjavallaleið og í Kjósarskarði.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Færð á hálendisvegum hefur spillst og hafa margir þeirra orðið ófærir. Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með færðarkortum og veðurspá ef þeir ætla inn á hálendið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×