Reynir að varpa ljósi á samband hversdagslegrar áreitni og launamunar kynjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2017 10:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands segir að taka beri tillit til allra áhrifaþátta. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, reynir að varpa ljósi á samband hversdagslegrar áreitni, sem konur búa við, og launamunar kynjanna í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni. Í viðtali við Vísi segir Drífa að kynferðisleg áreitni á vinnustað grafa undan sjálfsmynd kvenna. Í stöðuuppfærslunni á Facebook segir Drífa meðal annars: „Ég efast ekki um að það að verða fyrir ofbeldi hafi áhrif á sjálfsmat kvenna þegar kemur að launakröfum. Alveg á sama hátt og karlar sem beita ofbeldi meta konur alveg örugglega ekki til sömu launa og karla.“Allt hefur þetta áhrif hvert á annaðÍ samtali við Vísi gerir Drífa grein fyrir mikilvægi þess að horfa til þátta eins og launamun kynjanna í samhengi við alla áhrifaþætti. „Mér finnst rosalega mikilvægt að vera ekki alltaf að skoða launamuninn annars vegar og áreitni hins vegar, möguleika kvenna til framgangs í atvinnulífinu og svo framvegis af því allt hefur þetta áhrif hvert á annað.“ Drífa segir kynferðislega áreitni á vinnustað grafa undan sjálfsmynd kvenna. „Ef áreitni er fyrsta reynsla kvenna á vinnumarkaði þá hlýtur það að lita stöðu þeirra á vinnumarkaði: þær eru líklegri til að hætta og síður líklegri til að sækja framgang. Þær eru bara settar í undirskipaða stöðu á vinnumarkaði,“ segir Drífa sem segir áreitnina hafa hamlandi áhrif á konur hvort sem um ræðir að sækja framgang eða sækja um launahækkanir. Þá tekur Drífa mið af hinni hliðinni og veltir því fyrir sér hvort þeir yfirmenn sem hafi í frammi kynferðislega áreitni meti þær konur sem jafningja þegar komi að launaákvörðunum. „Fyrir mér er ekki hægt að slíta þetta úr samhengi. Baráttan gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum er ekki bara barátta fyrir öryggi starfsfólks heldur líka barátta um jafnrétti í launum.“Samþykktu áætlun gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldiÍ síðasta mánuði samþykkti Starfsgreinasambandið áætlun gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, bæði sem vinnustaður og félagasamtök. „Af því að við náttúrulega erum með mjög mikið af svona stórum ráðstefnum og fundum og svona þar sem við verðum að geta tryggt öryggi fólks og verðum að vera með áætlun ef eitthvað bregður út af og ekki síður til þess að hvetja okkar aðildarfélög til þess að setja sér sams konar áætlanir,“ segir Drífa. Drífa telur að frásagnir kvenna í rafrænu „Ég líka“ byltingunni hjálpi til í þessari baráttu. „Ég held að það hafi gerst alveg rosalega margt á síðustu tuttugu til fjörutíu árum. Fyrir fjörutíu árum síðan þá bara þögðu konur og þetta var talið eitthvað sem væri bara eðlilegur hluti af því að vera á vinnumarkaði nánast, í ákveðnum störfum, sérstaklega í þjónustustörfum.“Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Tengdar fréttir Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35 Ógeðfelldir aðilar vaða uppi innan óperubransans Listrænn stjórnandi lét sig hverfa þegar kærasta Gunnars Guðbjörnssonar birtist. 16. október 2017 13:53 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi á síðasta sólarhring 16. október 2017 22:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, reynir að varpa ljósi á samband hversdagslegrar áreitni, sem konur búa við, og launamunar kynjanna í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni. Í viðtali við Vísi segir Drífa að kynferðisleg áreitni á vinnustað grafa undan sjálfsmynd kvenna. Í stöðuuppfærslunni á Facebook segir Drífa meðal annars: „Ég efast ekki um að það að verða fyrir ofbeldi hafi áhrif á sjálfsmat kvenna þegar kemur að launakröfum. Alveg á sama hátt og karlar sem beita ofbeldi meta konur alveg örugglega ekki til sömu launa og karla.“Allt hefur þetta áhrif hvert á annaðÍ samtali við Vísi gerir Drífa grein fyrir mikilvægi þess að horfa til þátta eins og launamun kynjanna í samhengi við alla áhrifaþætti. „Mér finnst rosalega mikilvægt að vera ekki alltaf að skoða launamuninn annars vegar og áreitni hins vegar, möguleika kvenna til framgangs í atvinnulífinu og svo framvegis af því allt hefur þetta áhrif hvert á annað.“ Drífa segir kynferðislega áreitni á vinnustað grafa undan sjálfsmynd kvenna. „Ef áreitni er fyrsta reynsla kvenna á vinnumarkaði þá hlýtur það að lita stöðu þeirra á vinnumarkaði: þær eru líklegri til að hætta og síður líklegri til að sækja framgang. Þær eru bara settar í undirskipaða stöðu á vinnumarkaði,“ segir Drífa sem segir áreitnina hafa hamlandi áhrif á konur hvort sem um ræðir að sækja framgang eða sækja um launahækkanir. Þá tekur Drífa mið af hinni hliðinni og veltir því fyrir sér hvort þeir yfirmenn sem hafi í frammi kynferðislega áreitni meti þær konur sem jafningja þegar komi að launaákvörðunum. „Fyrir mér er ekki hægt að slíta þetta úr samhengi. Baráttan gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum er ekki bara barátta fyrir öryggi starfsfólks heldur líka barátta um jafnrétti í launum.“Samþykktu áætlun gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldiÍ síðasta mánuði samþykkti Starfsgreinasambandið áætlun gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, bæði sem vinnustaður og félagasamtök. „Af því að við náttúrulega erum með mjög mikið af svona stórum ráðstefnum og fundum og svona þar sem við verðum að geta tryggt öryggi fólks og verðum að vera með áætlun ef eitthvað bregður út af og ekki síður til þess að hvetja okkar aðildarfélög til þess að setja sér sams konar áætlanir,“ segir Drífa. Drífa telur að frásagnir kvenna í rafrænu „Ég líka“ byltingunni hjálpi til í þessari baráttu. „Ég held að það hafi gerst alveg rosalega margt á síðustu tuttugu til fjörutíu árum. Fyrir fjörutíu árum síðan þá bara þögðu konur og þetta var talið eitthvað sem væri bara eðlilegur hluti af því að vera á vinnumarkaði nánast, í ákveðnum störfum, sérstaklega í þjónustustörfum.“Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Tengdar fréttir Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35 Ógeðfelldir aðilar vaða uppi innan óperubransans Listrænn stjórnandi lét sig hverfa þegar kærasta Gunnars Guðbjörnssonar birtist. 16. október 2017 13:53 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi á síðasta sólarhring 16. október 2017 22:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. 16. október 2017 10:35
Ógeðfelldir aðilar vaða uppi innan óperubransans Listrænn stjórnandi lét sig hverfa þegar kærasta Gunnars Guðbjörnssonar birtist. 16. október 2017 13:53
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45
Birna Rún opnar sig: „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir“ Leikkonan og Edduverðlaunahafinn Birna Rún Eiríksdóttir deilir sinni reynslu af andlegu ofbeldi. 16. október 2017 11:52
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi á síðasta sólarhring 16. október 2017 22:15