Lífið

Cher leikur í framhaldinu af Mamma Mia

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Cher tekur þátt í framhaldinu af kvikmyndinni Mamma Mia!
Cher tekur þátt í framhaldinu af kvikmyndinni Mamma Mia! Universal/Getty

Söngkonan Cher leikur hlutverk í kvikmyndinni Mamma Mia: Here We Go Again! sem væntanleg er á næsta ári. Myndin er framhald af myndinni Mamma Mia sem sló eftirminnilega í gegn árið 2008. Cher hefur sjálf staðfest fréttirnar með skemmtilegri mynd á Twitter en á IMDB má sjá að nafni hennar hefur veri bætt á listann yfir leikara myndarinnar. Ekki er vitað hvaða hlutverk Cher mun leika eða hvaða ABBA lög hún mun syngja í myndinni.

Meryl Streep, Amanda Seyfried, Colin Firth, Pierce Brosnan, Stellan Skarsgård, Julie Walters, Dominic Cooper og Christine Baranski munu öll snúa aftur í sínum hlutverkum. Lily James mun leika Donnu á yngri árum í Mamma Mia: Here We Go Again! og Andi Garcia hefur einnig bæst í leikarahópinn en ekki er vitað hvaða hlutverk hann hefur í myndinni. 

Benny Andersson og Björn Ulvaeus eru aðalframleiðendur myndarinnar og eiga tónlistina og alla lagatexta. Ol Parker skrifaði handritið og leikstýrir myndinni en tökur eru nú þegar hafnar. Samkvæmt IMDB er myndin væntanleg næsta sumar og verður frumsýnd 20. júlí 2018. 
Tengdar fréttir

Vinna að framhaldi Mamma Mia

Universal hefur lengi haft framhaldsmynd í huga og hefur ýmsum hugmyndum verið varpað fram á þeim tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.