Brasað með rokkhljóð og rúnakefli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2017 10:45 Hafdís verður með fleiri konum að spinna ull á baðstofulofti Árbæjarsafns á laugardaginn. Vísir/Stefán Við tökum að sjálfsögðu mið af umgjörðinni, hún er okkur áhrifavaldur,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og ein þeirra sem standa að tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni. Þar verða engar aflífanir heldur er viðburðurinn á vegum S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 og stendur fram á sunnudag. Hún er sú 8. í röðinni. Meðal atriða kvöldsins er sýning á fornu handverki strákanna í sjálfstjórnarhéraðinu Dráttarvél, það felst í geisladiskabrennslu og litþrykki Þyrnitúns-Sáms og annarra, Jón Guðmundsson leikur á spænskt langspil og Áki Ásgeirsson kveður upp úr rúnakefli Magnúsar Jenssonar. Um eigið framlag segir Hafdís að í kvöld klukkan 20 verði frumflutt tónlistarmyndband í Kornhúsinu sem hin finnska Lara Matikainen hafi gert fyrir hana við tónlist á nýútkominni plötu. „Á laugardaginn ætla ég að planta plötunni minni einhvers staðar þar sem fólk getur hlustað á hana í heyrnartólum í rólegheitum í gömlu húsi og þann dag ætla ég líka að vera í spunahópi kvenna með rokka og brasa svolítið með hljóðið. Við verðum undir súð í baðstofu gamla bæjarins, að sjálfsögðu.“ Dúó Harpverk verður með tónleika í Lækjargötuhúsinu annað kvöld klukkan 20 og efnisskráin er blönduð, að sögn Hafdísar. „Þar verða flutt gömul verk eftir okkur við texta úr ýmsum áttum. Á laugardaginn munu heyrast tónar úr hinum ýmsu kimum safnsins. Þá dreifir listafólkið sér og leikur fyrir almenna safngesti og alla sem eiga leið hjá. „Á Árbæjarsafni er einmitt oft opið hús um helgar þar sem fólk getur skottast um og séð og heyrt hitt og þetta, við yfirtökum það aðeins þessa helgi,“ segir Hafdís glaðlega. Hún nefnir óperu Guðmundar Steins, Einvaldsóð, sem flutt verður í gömlu Árbæjarkirkjunni klukkan 15. „Þar er takmarkaður sætafjöldi en óperan verður sýnd aftur á sunnudaginn á sama tíma,“ tekur hún fram. „Guðmundur hefur verið að grúska í gamalli íslenskri tónlist og kvæðum og byggir óperuna á texta eftir sr. Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð frá 17. öld. Kvæðið segir sögu heimsins í 307 erindum. Þar er rýnt í sögu nokkurra einvelda sem innihalda sögur af dramblæti og hórdómi og því hvað veraldarhjólið er valt. Á laugardagskvöld verður svo klykkt út með píanótónleikum sem Tinna Þorsteinsdóttir er með klukkan 20, ásamt tónskáldi hátíðarinnar, Charles Ross.“ Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við tökum að sjálfsögðu mið af umgjörðinni, hún er okkur áhrifavaldur,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og ein þeirra sem standa að tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni. Þar verða engar aflífanir heldur er viðburðurinn á vegum S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 og stendur fram á sunnudag. Hún er sú 8. í röðinni. Meðal atriða kvöldsins er sýning á fornu handverki strákanna í sjálfstjórnarhéraðinu Dráttarvél, það felst í geisladiskabrennslu og litþrykki Þyrnitúns-Sáms og annarra, Jón Guðmundsson leikur á spænskt langspil og Áki Ásgeirsson kveður upp úr rúnakefli Magnúsar Jenssonar. Um eigið framlag segir Hafdís að í kvöld klukkan 20 verði frumflutt tónlistarmyndband í Kornhúsinu sem hin finnska Lara Matikainen hafi gert fyrir hana við tónlist á nýútkominni plötu. „Á laugardaginn ætla ég að planta plötunni minni einhvers staðar þar sem fólk getur hlustað á hana í heyrnartólum í rólegheitum í gömlu húsi og þann dag ætla ég líka að vera í spunahópi kvenna með rokka og brasa svolítið með hljóðið. Við verðum undir súð í baðstofu gamla bæjarins, að sjálfsögðu.“ Dúó Harpverk verður með tónleika í Lækjargötuhúsinu annað kvöld klukkan 20 og efnisskráin er blönduð, að sögn Hafdísar. „Þar verða flutt gömul verk eftir okkur við texta úr ýmsum áttum. Á laugardaginn munu heyrast tónar úr hinum ýmsu kimum safnsins. Þá dreifir listafólkið sér og leikur fyrir almenna safngesti og alla sem eiga leið hjá. „Á Árbæjarsafni er einmitt oft opið hús um helgar þar sem fólk getur skottast um og séð og heyrt hitt og þetta, við yfirtökum það aðeins þessa helgi,“ segir Hafdís glaðlega. Hún nefnir óperu Guðmundar Steins, Einvaldsóð, sem flutt verður í gömlu Árbæjarkirkjunni klukkan 15. „Þar er takmarkaður sætafjöldi en óperan verður sýnd aftur á sunnudaginn á sama tíma,“ tekur hún fram. „Guðmundur hefur verið að grúska í gamalli íslenskri tónlist og kvæðum og byggir óperuna á texta eftir sr. Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð frá 17. öld. Kvæðið segir sögu heimsins í 307 erindum. Þar er rýnt í sögu nokkurra einvelda sem innihalda sögur af dramblæti og hórdómi og því hvað veraldarhjólið er valt. Á laugardagskvöld verður svo klykkt út með píanótónleikum sem Tinna Þorsteinsdóttir er með klukkan 20, ásamt tónskáldi hátíðarinnar, Charles Ross.“
Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning