Innlent

Hnarreistur hestur merki Miðflokksins

Birgir Olgeirsson skrifar
Miðflokkurinn frumsýndi merki flokksins á Facebook í kvöld.
Miðflokkurinn frumsýndi merki flokksins á Facebook í kvöld.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins, frumsýndi nýtt merki flokksins á Facebook í kvöld. Um er að ræða teikningu af hnarreistum hesti í nokkrum útgáfum, þar á meðal þar sem hann er baðaður í norðurljósum.

Sigmund Davíð segir á Facebook-síðu sinni að íslenski hesturinn hafi fylgt Íslendingum frá upphafi, hann sé þjóðlegur og um leið eitt af táknum landsins út á við og að hann hafi myndað sterk tengsl milli Íslendinga og fólks víða um heim.

„Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng,“ skrifar Sigmundur og bætir við að lokum: 

„Íslenski hesturinn er vinalegur en getur risið upp á afturlappirnar þegar hann þarf að sýna kraft sinn og óttaleysi.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar útgáfur af merkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×