Lífið

Glee-leikari játar sök í barnaníðsmáli

Birgir Olgeirsson skrifar
Mark Salling.
Mark Salling. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Mark Salling á yfir höfði sér fjögurra til sjö ára fangelsisvist eftir að hann gekkst við því að hafa undir höndum kynferðislegar myndir og myndbönd tengdum börnum. Salling þessi er þekktastur fyrir að hafa leikið Noah „Puck“ Puckerman í þáttunum vinsælu Glee.

Auk fangelsisvistarinnar á hann yfir höfði sér eftirlit í 20 ár að lokinni afplánun.

Greint er frá því á vef Variety að að þau fórnarlömb sem fóru fram á bætur frá honum fái hvert um sig 50 þúsund dollara frá honum, eða um 5,2 milljónir íslenskra króna.

Salling var handtekinn vegna málsins í desember árið 2015 eftir húsleit af sérstöku teymi innan lögreglunnar í Los Angeles sem sérhæfir sig í netglæpum gegn börnum.

Hann var ákærður í maí árið 2016 vegna vörslu efnisins en við húsleitina fannst efni á fartölvu hans og USB-drifi. Búnaðurinn innihélt þúsundir mynda og myndbanda. Þegar málið var flutt yfir til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum neitaði hann sök árið 2016.

Eftir að hafa náð samkomulagi við ákæruvaldið ákvað hann að játa sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×