Stjörnuspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Ert að byggja svo sterkar undirstöður Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2017 09:00 Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira