Stjörnuspá Siggu Kling – Fiskarnir: Hindranirnar eru bara ímyndun 6. október 2017 09:00 Elsku Fiskarnir mínir. Það er svo sannarlega hægt að segja að húmor og hugvit séu ykkar einkenni. En þið þurfið að tengja þetta tvennt saman, hafa húmor fyrir hugvitinu og hafa hugmyndir fyrir húmorinn, því þið sveiflist á skalanum 1-10 frá því að finnast allt alveg frábært og yfir í það að finnast enginn tilgangur í því sem er að gerast. Næstu mánuði þarftu bara að hafa eina setningu hugfasta: „Slakaðu á eða slappaðu af.“ Það er engin manneskja eins afslöppuð týpa eins og fólk í Fiskamerkinu. Ég veit það verða ekki einkenni þín til frambúðar en á þessu tímabili sem þú ert staddur í núna mun það hjálpa þér að synda miklu hraðar hvort sem það er á móti straumi eða með honum. Þú þarft líka núna að hafa kænskuna að leiðarljósi í öllu sem þú gerir því þá er alveg pottþétt að þú lendir ekki í neti þeirra sem vilja stjórna þér. Þér er svo mikilvægt að fá hrós og hvatningu en fólk í kringum þig heldur oft að þú þurfir ekki á því að halda vegna þess að það lítur upp til þín, þú ert svo mikil fyrirmynd. Það er mjög mikill kraftur yfir næstu mánuðum og miklu fleiri sigrar en ósigrar fram undan – svo hættu að hugsa um þau verkefni sem þér finnst þú ekki hafa unnið nógu vel og beindu frekar orkunni, kraftinum og huganum að því sem þú vilt efla. Þetta er mjög merkilegur mánuður fyrir þig og alla Íslendinga því það er eins og maður sjái orkuna allt í kring. Og um leið og þú slakar á líkama og huga þá geturðu sagt við sjálfan þig: „Mikið rosalega er ég heppinn að vera í þessum kringumstæðum sem hafa mótast af veröldinni, því núna er ég tilbúinn.“ Það er samt svo mikilvægt fyrir þig að skoða og sjá að þú ert tilbúinn. Hindranirnar eru bara ímyndun og ef þú kemst ekki þangað sem þú vilt munu þér bjóðast betri möguleikar. Það eru góðar fréttir að berast af fólki sem er þér mjög nákomið og það mun efla kraft þinn og þú færð byr undir báða ugga. Ef þig langar í ástina og ert ekki búinn að ná miðjum aldri þá eru margir heitir reitir búnir að vera í kringum þig, þú hefur þessa dásamlega ástríðufullu útgeislun. Og hvort sem þú ert lágvaxinn, þéttur, lítill eða mjór, þá er bara svo ótrúlega margt spennandi við þig. Það eru margar veiðistangir á lofti svo gríptu bestu beituna. En ef þú ert kominn yfir miðjan aldur þá er mjög líklegt þér líki ekki einu sinni við veiðistangir. Þú myndar svo sjálfstæða orku og sterkar tengingar að það er ekki pláss til að verða ástfanginn, svo ekki bíða ef þú ert að leita. „Leitið og þér munuð finna“ eru skilaboðin fyrir næstu mánuði. Slappaðu af.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Elsku Fiskarnir mínir. Það er svo sannarlega hægt að segja að húmor og hugvit séu ykkar einkenni. En þið þurfið að tengja þetta tvennt saman, hafa húmor fyrir hugvitinu og hafa hugmyndir fyrir húmorinn, því þið sveiflist á skalanum 1-10 frá því að finnast allt alveg frábært og yfir í það að finnast enginn tilgangur í því sem er að gerast. Næstu mánuði þarftu bara að hafa eina setningu hugfasta: „Slakaðu á eða slappaðu af.“ Það er engin manneskja eins afslöppuð týpa eins og fólk í Fiskamerkinu. Ég veit það verða ekki einkenni þín til frambúðar en á þessu tímabili sem þú ert staddur í núna mun það hjálpa þér að synda miklu hraðar hvort sem það er á móti straumi eða með honum. Þú þarft líka núna að hafa kænskuna að leiðarljósi í öllu sem þú gerir því þá er alveg pottþétt að þú lendir ekki í neti þeirra sem vilja stjórna þér. Þér er svo mikilvægt að fá hrós og hvatningu en fólk í kringum þig heldur oft að þú þurfir ekki á því að halda vegna þess að það lítur upp til þín, þú ert svo mikil fyrirmynd. Það er mjög mikill kraftur yfir næstu mánuðum og miklu fleiri sigrar en ósigrar fram undan – svo hættu að hugsa um þau verkefni sem þér finnst þú ekki hafa unnið nógu vel og beindu frekar orkunni, kraftinum og huganum að því sem þú vilt efla. Þetta er mjög merkilegur mánuður fyrir þig og alla Íslendinga því það er eins og maður sjái orkuna allt í kring. Og um leið og þú slakar á líkama og huga þá geturðu sagt við sjálfan þig: „Mikið rosalega er ég heppinn að vera í þessum kringumstæðum sem hafa mótast af veröldinni, því núna er ég tilbúinn.“ Það er samt svo mikilvægt fyrir þig að skoða og sjá að þú ert tilbúinn. Hindranirnar eru bara ímyndun og ef þú kemst ekki þangað sem þú vilt munu þér bjóðast betri möguleikar. Það eru góðar fréttir að berast af fólki sem er þér mjög nákomið og það mun efla kraft þinn og þú færð byr undir báða ugga. Ef þig langar í ástina og ert ekki búinn að ná miðjum aldri þá eru margir heitir reitir búnir að vera í kringum þig, þú hefur þessa dásamlega ástríðufullu útgeislun. Og hvort sem þú ert lágvaxinn, þéttur, lítill eða mjór, þá er bara svo ótrúlega margt spennandi við þig. Það eru margar veiðistangir á lofti svo gríptu bestu beituna. En ef þú ert kominn yfir miðjan aldur þá er mjög líklegt þér líki ekki einu sinni við veiðistangir. Þú myndar svo sjálfstæða orku og sterkar tengingar að það er ekki pláss til að verða ástfanginn, svo ekki bíða ef þú ert að leita. „Leitið og þér munuð finna“ eru skilaboðin fyrir næstu mánuði. Slappaðu af.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira