Stjörnuspá Siggu Kling – Krabbinn: Í raun ertu eins og mjúkur koddi 6. október 2017 09:00 Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurviðkvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á peningum þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar aðstæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Þú hefur magnaðan sannfæringarkraft, hefur það jafnvel á þínu valdi að geta sannfært hina dauðu hvað þá hina lifandi um ágæti þess sem þú hefur fram að færa. Þetta kallast einfaldlega snilligáfa. Margt sem þú framkvæmir gengur ekki upp, en það er ekki í eðli þínu að brotna niður, kannski bogna. Þú ert eins og bambusinn: bognar en brotnar aldrei. Þér finnast þessi skilaboð kannski leiðinleg en þau hafa tilgang. Þú skalt temja þér að ljúga engu því ein lygi festir þig í neti og þá munu bætast við að minnsta kosti sjö lygar. Þótt þér gæti fundist eins og þú sért að hjálpa og vernda fólkið í kringum þig, því þú ert sannarlega tryggur og vilt vel, þá skaltu ekki ljúga. Það sem hjálpar þér næstu mánuði við verkefni þín er þitt einstaka bros og augu sem ljóma eins og stjörnur – enginn mun gleyma þér og allir elska þig. Það er svo margt fram undan sem mun færa þér það réttlæti sem þú átt skilið og leiða þig á nýjan veg sem veröldin mun sýna þér. Ekki stjórna öllu, já, þú ert stjórnsamur, sem er jákvætt orð! Einhver þarf að redda og stjórna, en ég bið þig um að sleppa líka tökunum og leyfa öðrum að hjálpa þér áfram án þess að þú takir í taumana. Erfiðleikar og óvissa eru í kringum manneskjur nákomnar þér en þú hefur að einhverju leyti getu og flæði til að hjálpa þessu fólki ef það leyfir það. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn, svo slepptu því alveg, hjartað mitt. Þráhyggja hefur gripið um sig hjá þér: endalausar hugsanir um hið sama. Þú verður að gera greinarmun á þráhyggju og ást því annars verðurðu alltaf óviss. Krabbi sem er heppinn með maka og kann að meta hann verður sterkari og sterkari með degi hverjum, þú ert á góðu ári, svo staldraðu aðeins við til að meta það.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Brostu framan í lífð, þá brosir lífið við þér – Smile (Charlie Chaplin) Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurviðkvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á peningum þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar aðstæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Þú hefur magnaðan sannfæringarkraft, hefur það jafnvel á þínu valdi að geta sannfært hina dauðu hvað þá hina lifandi um ágæti þess sem þú hefur fram að færa. Þetta kallast einfaldlega snilligáfa. Margt sem þú framkvæmir gengur ekki upp, en það er ekki í eðli þínu að brotna niður, kannski bogna. Þú ert eins og bambusinn: bognar en brotnar aldrei. Þér finnast þessi skilaboð kannski leiðinleg en þau hafa tilgang. Þú skalt temja þér að ljúga engu því ein lygi festir þig í neti og þá munu bætast við að minnsta kosti sjö lygar. Þótt þér gæti fundist eins og þú sért að hjálpa og vernda fólkið í kringum þig, því þú ert sannarlega tryggur og vilt vel, þá skaltu ekki ljúga. Það sem hjálpar þér næstu mánuði við verkefni þín er þitt einstaka bros og augu sem ljóma eins og stjörnur – enginn mun gleyma þér og allir elska þig. Það er svo margt fram undan sem mun færa þér það réttlæti sem þú átt skilið og leiða þig á nýjan veg sem veröldin mun sýna þér. Ekki stjórna öllu, já, þú ert stjórnsamur, sem er jákvætt orð! Einhver þarf að redda og stjórna, en ég bið þig um að sleppa líka tökunum og leyfa öðrum að hjálpa þér áfram án þess að þú takir í taumana. Erfiðleikar og óvissa eru í kringum manneskjur nákomnar þér en þú hefur að einhverju leyti getu og flæði til að hjálpa þessu fólki ef það leyfir það. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn, svo slepptu því alveg, hjartað mitt. Þráhyggja hefur gripið um sig hjá þér: endalausar hugsanir um hið sama. Þú verður að gera greinarmun á þráhyggju og ást því annars verðurðu alltaf óviss. Krabbi sem er heppinn með maka og kann að meta hann verður sterkari og sterkari með degi hverjum, þú ert á góðu ári, svo staldraðu aðeins við til að meta það.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Brostu framan í lífð, þá brosir lífið við þér – Smile (Charlie Chaplin)
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira