Vilja koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu á róló Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2017 19:00 Margrét Norðdahl, formaður hverfisráðs Hlíða. Hverfisráð Hlíða hefur óskað eftir því að farið verði í aðgerðir til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu á Njálsgöturóló. Formaður ráðsins segir áhöld til neyslu ítrekað finnast á vellinum. Reglulega finnast áhöld til fíkniefnaneyslu á leikvöllum borgarinnar en fréttastofa leit við á nokkrum í dag og fann meðal annars sprautu, lyfjaumbúðir og hníf. Mál af þessum toga hafa ítrekað komið upp á Njálsgöturóló og hefur hverfisráð Hlíða óskað eftir því við Reykjavíkurborg að farið verði í aðgerðir til að koma í veg fyrir neyslu. „Það hafa fundist hérna áhöld til fíkniefnaneyslu. Það eru dagforeldrar hérna sem grisja svæðið og sömleiðis íbúar í hverfinu sem hafa rekist á það," segir Margrét Norðdahl, formaður hverfisráðs Hlíða. „Það væri hægt að bæta lýsingu hérna, mögulega setja upp eftirlitsmyndavél, grisja gróðurinn eða jafnvel taka hluta af veggnum sem myndar svolítið skuggsælt skjól," segir Margrét. Hvatinn að þessu er að fólk í hverfinu stofnaði vinafélag leikvallarins og hefur verið að hlúa að honum. Reykjavíkurborg hefur síðastliðið ár boðið íbúum að stofna félög og taka leikvelli og önnur opin svæði í fóstur. Félögin geta sótt um styrki til borgarinnar og hafa nokkur slík félög þegar verið stofnuð. „Auðvitað þekkja íbúar sín hverfi og sitt nærumhverfi best og geta komið því áleiðis hvað þau vilja leggja áherslu á," segir Margrét. Hún bendir fólki sem finnur eitthvað misjafnt á leikvöllum að láta vita til þess að hægt sé að bregðast við. „Til dæmis hverfamiðstöðvar, eða þjónustumiðstöð, utangarðsteymið eða jafnvel lögreglu líka," segir Margrét að lokum. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Hverfisráð Hlíða hefur óskað eftir því að farið verði í aðgerðir til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu á Njálsgöturóló. Formaður ráðsins segir áhöld til neyslu ítrekað finnast á vellinum. Reglulega finnast áhöld til fíkniefnaneyslu á leikvöllum borgarinnar en fréttastofa leit við á nokkrum í dag og fann meðal annars sprautu, lyfjaumbúðir og hníf. Mál af þessum toga hafa ítrekað komið upp á Njálsgöturóló og hefur hverfisráð Hlíða óskað eftir því við Reykjavíkurborg að farið verði í aðgerðir til að koma í veg fyrir neyslu. „Það hafa fundist hérna áhöld til fíkniefnaneyslu. Það eru dagforeldrar hérna sem grisja svæðið og sömleiðis íbúar í hverfinu sem hafa rekist á það," segir Margrét Norðdahl, formaður hverfisráðs Hlíða. „Það væri hægt að bæta lýsingu hérna, mögulega setja upp eftirlitsmyndavél, grisja gróðurinn eða jafnvel taka hluta af veggnum sem myndar svolítið skuggsælt skjól," segir Margrét. Hvatinn að þessu er að fólk í hverfinu stofnaði vinafélag leikvallarins og hefur verið að hlúa að honum. Reykjavíkurborg hefur síðastliðið ár boðið íbúum að stofna félög og taka leikvelli og önnur opin svæði í fóstur. Félögin geta sótt um styrki til borgarinnar og hafa nokkur slík félög þegar verið stofnuð. „Auðvitað þekkja íbúar sín hverfi og sitt nærumhverfi best og geta komið því áleiðis hvað þau vilja leggja áherslu á," segir Margrét. Hún bendir fólki sem finnur eitthvað misjafnt á leikvöllum að láta vita til þess að hægt sé að bregðast við. „Til dæmis hverfamiðstöðvar, eða þjónustumiðstöð, utangarðsteymið eða jafnvel lögreglu líka," segir Margrét að lokum.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira