Íþróttavika Evrópu verður líka á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 16:30 Ungir stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) hefst á morgun laugardaginn 23. september og stendur hún til 30. september en hún er haldin hátíðleg víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þetta verður í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert. Í kjölfarið af Hjartadagshlaupinu fylgja fleiri áhugaverðir íþróttaviðburðir fyrir almenning í vikunni og hægt er að kynna sér þá á vefsíðu íþróttavikunnar á beactive.is og facebook-síðunni BeActive Iceland. „Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að nota tækifærið í íþróttavikunni og finna sér hreyfingu við sitt hæfi: Verum virk saman. #BeActive,“ segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Aðrar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) hefst á morgun laugardaginn 23. september og stendur hún til 30. september en hún er haldin hátíðleg víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þetta verður í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert. Í kjölfarið af Hjartadagshlaupinu fylgja fleiri áhugaverðir íþróttaviðburðir fyrir almenning í vikunni og hægt er að kynna sér þá á vefsíðu íþróttavikunnar á beactive.is og facebook-síðunni BeActive Iceland. „Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að nota tækifærið í íþróttavikunni og finna sér hreyfingu við sitt hæfi: Verum virk saman. #BeActive,“ segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira